Kínóasúkkulaðikaka

Súkkulaðikínóabrauð súkkulaði kínóa brauð

Kínóasúkkulaðikaka. Þið munið að kínóa er glútinlaust. Í Bólivíu er kínóamjöl notað í bakstur meðal annars í flatbrauð.

Kínóasúkkulaðikaka

50 g smjör

2/3 b góð olía

2 egg

1 dl ljósbrúnn púðursykur

1 tsk vanillu extrakt

1/2 tsk möndludropar

3/4 b kínóamjöl *

1 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

100 g gott dökkt súkkulaði, saxað gróft

Hrærið saman eggjum og smjöri, bætið olíu saman við, sykri, vanillu og möndludropum. Setjið í sér skál kínóamjölið, lyftiduft, salti og súkkulaði og blandið saman og síðan saman við eggjablönduna. Bakið í um 25 mín við 170° látið kólna í forminu áður en kakan er skorin .

*Eflaust eru kínóamjöl til í heilsubúðum, til að búa til kínóamjöl eru tvær ágætar aðferðir: Setjið kínóa í öfluga matvinnsluvél og á stuttri stundu verður til kínóamjöl. EÐA: steikið kínóa á heitri pönnu í um 5-7 mín, hrærið vel í á meðan. Látið kólna. Setjið í matvinnsluvél og malið vel. ath að einn bolli af kínóa gerir einn bolla af mjöli.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berunes í Berufirði – natni, metnaður og persónuleg þjónusta

Berunes í BerufirðiPersónuleg þjónusta og natni í einu og öllu er einkennandi fyrir ferðaþjónustuna á Berunesi í Berufirði. Hjónin Ólafur og Anna hafa byggt upp starfsemina og staðið vaktina í á fimmta áratug. Ólafur er sannkallaður völundur og bera hús á Berunesi og allt umhverfi þeim hjónum fagurt vitni. Á Berunesi borðuðum við bragðmikla og góða fiskisúpu sem innihélt nokkrar tegundir af fiski, hrogn og allskonar grænmeti. Með súpunni voru þrjár tegundir af heimabökuðum ljúffengum bollum, stökkar að utan og mjúkar að innan. Á borðinu við hliðina á okkur voru dönsk hjón alveg yfir sig ánægð með súpuna (eins og við) og gáfu henni „fimm kokkahúfur” - fullt hús.