Chiagrautur – hollustufæði

Chiagrautur – hollustufæði raw food morgunmatur hafrar möndlur möndlumjólk
Chiagrautur

Chiagrautur

Chiagrautur er sannkallaður gæðagrautur, stútfullur af Omega-3 og mörgu fleiru góðu. Chiagrautur er upplagður fyrir þá sem eru með afsakanir og segjast ekki hafa tíma til að undirbúa til hollan morgunverð – þið blandið saman fræjum og mjólk að kvöldi og geymið í ísskápnum yfir nótt. Stundum helli ég yfir fræin að morgni, skutla mér í sturtu og svo er grauturinn tilbúinn að henni lokinni.
CHIAGRAUTAR
.

Chiagrautur

2 msk chiafræ (vel fullar matskeiðar)

1 msk tröllahafrar

1/3 tsk kanill

1 b möndlumjólk eða önnur holl mjólk

1 msk saxaðar möndlur eða hnetur

ávextir að eigin vali

Setjið chiafræin, hafra og kanil í skál, hellið mjólkinni yfir og blandið saman. Látið standa í ísskáp í um 20 mín eða yfir nótt. Setjið grautinn í skálar og stráið yfir eplum, möndlum, hentum, jarðarberjum, bláberjum, gojiberjum, kókosflögum eða kakónibs ofaná og síðan möndlumjólk útá.

FLEIRI CHIAGRAUTAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Klausturkaffi á Skriðuklaustri – þjóðlegasta kaffihús Íslands

Klausturkaffi á Skriðuklaustri er eitt þjóðlegasta veitingahús á Íslandi. Elísabet Þorsteinsdóttir er vertinn á hinu huggulega Klausturkaffið sem var opnað árið 2000 um leið og menningar- og færðasetur Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Stefnan er að halda íslenskri matarmenningu og gestrisni á lofti og það tekst vel. Allt gert á staðnum stemningin skilar sem fullkomlega. Alla daga er hlaðborð í hádeginu og kaffihlaðborð síðdegis.

Sveskju- og fíkjuterta – bæði ljúf og bragðgóð

Fikju-og sveskjuterta

Sveskju- og fíkjuterta. Allra vinsælasta uppskriftin á þessu bloggi frá upphafi er Sveskju- og döðluterta (þar á eftir kemur rabarbarapæið fræga). Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart, tertan er bæði ljúf og bragðgóð. Fyrir ekki svo löngu hitti ég konu sem fór að tala um Sveskju- og döðlutertuna, hún sagðist ekki hafa átt döðlur og notaði fíkjur í staðinn og tertan væri jafngóð ef ekki betri með þeim í. Sætabrauðsdrengirnir matheilu borðuðu hana upp til agna eftir tónleikana í gær og lofuðu í hástert.