Banana- og kínóabrauð

Banana- og kínóabrauð bananar kókosmjöl haframjöl brauð bananar kínóa

Banana- og kínóabrauð

Er að missa mig í kínóainu enda bæði hollt og gott

Banana- og kínóabrauð

1 1/2 dl kínóamjöl

1 1/2 dl heilhveiti

1 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

1/2 b kókosmjöl

2 dl haframjöl

2 msk hörfræ

3 vel þroskaðir bananar

2/3 dl kókosolía

1 tsk vanilla

3/4 dl (soya)mjólk

Blandið saman kínóa, heilhveiti, matarsóda, salti, kókosmjöli, haframjöli og hörfræi.
Merjið bananana með gaffli í annarri skál, bætið við kókosolíu og vanillu. Blandið þurrefnunum saman við, setjið í ílangt form, stráið haframjöli yfir og bakið við 170° í 40-45 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kryddbrauð sem endaði eins og limur

Kryddbrauð sem endaði eins og limur. Kökur geta tekið á sig hin ólíklegustu form við bakstur. Kona ein var að baka kryddbrauð á dögunum með þessum árangri. Hún fór með kökuna í vinnuna og vakti hún þar mikla kátínu.

Eplasósa með salatinu

Eplasósa með salatinu. Fórum í langan hjólatúr í morgun. Komum við hjá Þóru Fríðu, þáðum góðgerðir og skoðuðum nokkrar matreiðslubækur. Í bók sem Happ gaf út fyrir ekki löngu fann ég þessa uppskrift. Hún er hér lítillega breytt.

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo...