Banana- og kínóabrauð

Banana- og kínóabrauð bananar kókosmjöl haframjöl brauð bananar kínóa

Banana- og kínóabrauð

Er að missa mig í kínóainu enda bæði hollt og gott

Banana- og kínóabrauð

1 1/2 dl kínóamjöl

1 1/2 dl heilhveiti

1 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

1/2 b kókosmjöl

2 dl haframjöl

2 msk hörfræ

3 vel þroskaðir bananar

2/3 dl kókosolía

1 tsk vanilla

3/4 dl (soya)mjólk

Blandið saman kínóa, heilhveiti, matarsóda, salti, kókosmjöli, haframjöli og hörfræi.
Merjið bananana með gaffli í annarri skál, bætið við kókosolíu og vanillu. Blandið þurrefnunum saman við, setjið í ílangt form, stráið haframjöli yfir og bakið við 170° í 40-45 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Kanilsnúðar. Margir fá einhvers konar aðsvif þegar þeir bragða á þessum snúðum og heimta uppskrift um leið og þeir rakna úr rotinu. Uppskriftin er frá Chloe's Kitchen, en þar er allt vegan (dýralaust). Ef maður vill borða dýraafurðir, má nota kúamjólk í stað sojamjólkur og smjör í stað vegan smjörlíkis.

Public House

Public House. Við Laugaveginn í Reykjavík, rétt fyrir ofan Klapparstígsgatnamótin er veitingahúsið Public House. Notalegur vinsæll staður sem greinilega margir njóta að heimsækja beint af götunni. Þann tíma sem við sátum á Public House var stöðugt rennerí og staðurinn svo að segja fullsetinn allt kvöldið.