Auglýsing

Banana- og kínóabrauð bananar kókosmjöl haframjöl brauð bananar kínóa

Banana- og kínóabrauð. Er að missa mig í kínóainu enda bæði hollt og gott

Banana- og kínóabrauð

1 1/2 dl kínóamjöl

1 1/2 dl heilhveiti

1 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

1/2 b kókosmjöl

2 dl haframjöl

2 msk hörfræ

3 vel þroskaðir bananar

2/3 dl kókosolía

1 tsk vanilla

3/4 dl (soya)mjólk

Blandið saman kínóa, heilhveiti, matarsóda, salti, kókosmjöli, haframjöli og hörfræi.
Merjið bananana með gaffli í annarri skál, bætið við kókosolíu og vanillu. Blandið þurrefnunum saman við, setjið í ílangt form, stráið haframjöli yfir og bakið við 170° í 40-45 mín.

Auglýsing