Auglýsing
Bergþór, Guji litli, Albert og Páll hernámssetrið hlöðum hlaðir hvalfjarðarsveit ísland hvalfjörður
Hernámssetrið að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit

Hernámssetrið

Margir muna eftir Gauja litla sem heillaði þjóðina með glaðlegri framkomu sinni í Dagsljósi sjónvarpsins fyrir um aldarfjórðungi. Eldhuginn Guðjón stendur fyrir Hernámssetrinu að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit af mikilli hugsjón og eldmóði, einn og óstuddur.

Margir halda að það sé nóg að skoða þetta safn einu sinni, en sannast sagna væri hægt að vera þar í marga daga og uppgötva sífellt eitthvað nýtt. Á hverju ári bætast áhugaverðir hlutir við og í kófinu var það allt endurskipulagt í bandarísku, bresku, rússnesku og þýsku deildina. Það er hreint ótrúlegt hvað hefur safnast að og sífellt bætist í safnið. Þegar við komum, var að berast í hús vél til að búa til franskar kartöflur.

Auglýsing

Gaui er mikill sagnamaður og hafsjór af fróðleik um þennan merka sögutíma í lífi þjóðar, sem hann gerir skil af glæsibrag. Hann leiddi okkur í gegnum safnið og sagan varð ljóslifandi.

Til að nefna eitt atriði í þeirri spennandi frásögn, höfðum við ekki áttað okkur á því að í seinni heimsstyrjöldinni féllu 211 Íslendingar, en það þýðir að miðað við höfðatölu varð meira mannfall hér á landi en hjá nokkurri annarri þjóð í þeim mikla hildarleik.

Til að gera sér grein fyrir því hvað þessi innrás var mögnuð, voru Íslendingar rúm 120 þúsund þegar Bretarnir komu og þegar hermennirnir voru flestir voru þeir um 50 þúsund. Þeir voru því hátt í þriðja hver manneskja á landinu um tíma.

Við vorum agndofa.

Ef þið hafið farið áður á Hernámssetrið verðið þið að fara aftur, því að það er í stöðugri endurnýjun!

HVALFJÖRÐURHERNÁMSSETRIÐFERÐAST UM ÍSLAND

.

Kaffihús er rekið á staðnum og uppskriftirnar eru raunverulega allar frá ömmu Gauja. Eins og sjá má er verðinu stillt í hóf.
Þegar okkur bar að garði var Gaui nýbúinn að fá græju sem til að gera franskar kartöflur. Lítill kaffistaður var við Öskjuhlíð, þar sem hermenn vöndu komur sínar. Starfsfólkið varð því að læra að gera fish’n’chips í hvelli og til þess var notuð svona vél. Þegar Bandaríkjamennirnir komu hélt hún gildi sínu, því að hamburger’n’fries urðu aðalrétturinn.
Bergþór, Gaui litli, Albert og Páll
Íslandskort. Kortið er fengið hjá Breska sendiráðinu og sýnir staðsetningu herfylkja hringinn í kringum landið 1941

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki