Jarðarberja- og rabarbarakaka

rabarbari jarðarber Jarðarberja- og rabarbarakaka
Jarðarberja- og rabarbarakaka

Jarðarberja og rabarbarakaka á hvolfi

Jarðarber og rabarbari passa mjög vel saman og í raun passa flest ber vel með rabarbaranum, já og fíkjur líka. Þessi kaka er góð nýbökuð en ekki síðri daginn eftir. Það er gráupplagt að bera kökuna fram með vanilluís eða vanillurjóma.

Jarðarberja og rabarbarakaka á hvolfi.

1 b rabarbari skorinn í bita

3/4 b appelsínusafi

3 msk sykur

2 1/2 b jarðarber, skorin í sneiðar

3 egg

2/3 b góð olía

1/4 b ljós púðursykur

1 msk rifinn appelsínubörkur

2 tsk vanillu extract

1 1/2 b heilhveiti

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt.

Blandið saman raabarbara, 1/4 b appelsínusafa og sykri og látið standa í um 10 mín. bætið þá við jarðarberunum. Hrærið saman eggjum, olíu púðursykri, appelsínuberki, vanillu, lyftidufti og salti. Blandið ávöxtunum saman við og hrærið varlega. Bakið í kringlóttu formi við 170° í um 40 mín. Látið standa í forminu í um klst áður en hún er borðuð.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Apríkósu- og kasjúkúlur

Apríkósu- og kasjúkúlur. Þessar hollu kúlur er upplagt að útbúa daginn áður, jafnvel tveimur dögum áður. Þær verða bara betri við að standa aðeins í ísskáp. 

Páskatertan 2018 – appelsínuterta með smjörkremi

Páskatertan 2018 - appelsínuterta með smjörkremi. Páskatertan í ár er mjúk og bragðgóð terta með appelsínusafa, appelsínuberki og Grand Marnier. Tertan minnir okkur líka á að sumarið er handan við hornið. Fersk terta með fallega gulu kremi. Hér má sjá PÁSKATERTUR síðustu ára

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave