Kókosbollu- og berjasprengja – Óskaplega góð en kannski ekki sú hollasta

Kókosbollu- og berjasprengja, kókosbollur, kókosbolla völu kókosbollur ávextir, bláber, Nóa kropp Óskaplega góð en kannski ekki sú hollasta
Kókosbollu- og berjasprengja – Óskaplega góð en kannski ekki sú hollasta

Kókosbollu- og berjasprengja

Þetta er langt frá því að vara hollasta kaffimeðlæti eða eftirréttur sem til er. En það getur verið gaman að smakka og alltaf standa nú blessaðar kókosbollurnar fyrir sínu 😉

Kjörinn desert eftir góða grillmáltíð

— KÓKOSBOLLUR EFTIRRÉTTIR

.

Kókosbollu- og berjasprengja

Púðursykur marengs:

4 eggjahvítur
1/2 dl sykur
1 dl. púðursykur

bakIð v. 150°C í 1. klst.

1 lítill poki Nóa kropp
1/2 l. rjómi
4 kókosbollur
1 box bláber
1 stórt box jarðarber

Þeytið rjómann, setjið Nóa kropp í botn á móti og helming af rjóma yfir. Brjótið marengs og grófbrytjið kókosbollur og látið yfir, þá rjómi og loks berin síðast.

Jóna Ingunn
Jóna Ingunn fær sér Kókosbollu- og berjasprengju

 

.

— KÓKOSBOLLU OG BERJASPRENGJA —

.

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Klósettpappírinn er búinn!

Klósettpappírinn er búinn! Þegar líður að lokum klósettdvalar getur verið vandræðalegt að uppgötva að klósettpappírinn er búinn. Heimilismeðlimir setja nýja rúllu þegar sú síðasta klárast, en ef við erum gestir er sjálfsögð kurteisi að láta gestgjafa vitað að pappírinn sé búinn. Þetta á við um heimahús, kaffihús, veitingahús og fleiri slíka staði. Þessi litla en mikilvæga tilkynning þarf ekki að gerast með neinum tilþrifum og óþarfi að aðrir gestir heyri hana. Við látum líka vita ef eitthvað vantar eða er í ólagi á snyrtingunni. Sköpum ekki vandræðalegar stundir fyrir fólk sem kemur á eftir okkur á klósettið.