Grafinn urriði

Grafinn silungur urriði Árdís Hulda fiskur grafa silung
Grafinn urriði

Grafinn urriði

Árdís systir mín veiddi urriða um daginn og gróf. Feitur, mjúkur og bragðgóður fiskurinn rann ljúflega niður. Ef þið eruð ekki með nýveiddan urriða úr Þingvallavatni má notast við lax eða silung.

SILUNGURÁRDÍS HULDA FISKRÉTTIR

.

Grafinn silungur

3-4 kg  Þingvalla-urriði, flakaður
4 msk gróft Maldon salt (má vera reykt)
1 stk laukur, fínsaxaður
1/2 msk hvítur pipar
5 msk dill
1 tsk fennel
1 msk sykur
ca 1/2 tsk svörtur pipar

Blandið öllu saman og smyrjið á flökin.
Leggið flökin saman og vefjið þétt með álpappír.
Látið liggja í ísskáp í einn sólarhring og
snúið öðru hvoru. Þurrkið kryddið af og stráið dilli yfir.
Berið fram með ristuðu brauði og sósu

Sósan
3 msk majones
dill
sætt sinnep
1 msk hunang
smá svartur pipar

Öllu hrært saman og smakkað til.

SILUNGURFISKRÉTTIR

— GRAFINN URRIÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðluterta – dásamlega góð

Döðluterta

Döðluterta. Kata vinkona mín er einstaklega glaðleg og „elegant“ kona, sem vílar ekki hlutina fyrir sér, enda leikur allt í höndunum á henni, þar á meðal matargerð. Af henni hef ég þegið ýmis góð ráð og frá henni er þessi lauflétta döðluterta ættuð.

Til hátíðabrigða er tilvalið að skella í þessa fínu köku, sem er bæði létt og „elegant“, eins og Kata sjálf! Og ekki verður sagt að þeyttur rjómi eða góður ís spilli ánægjunni ...

Mandarínusmákökur – verðlaunasmákökur

Mandarínusmákökur. Það hefur nú þróast þannig að hluti af aðventunni er að smakka og dæma smákökur. Á dögunum vorum við í árlegri smökkun hjá Íslensku lögfræðistofunni. Eggert heillaði dómnefndina með mandarínusmákökunum. Bragðið af mandarínunum var passlega mikið. Stökkar kökur með svolitlu af súkkulaði gerir þær svo enn betri.

Rauðrófumauk

rauðrófumauk

Rauðrófumauk. Diddú á gríðargott safn góðra uppskrifta og laumar að okkur einni og einni. Þessi kemur frá henni. Rauðrófumaukið er gott ofan á brauð, með ostum eins og hummus.