Auglýsing
Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer Rabarbari jarðarber baka terta kaka rabbabari
Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer

Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer

Fljótlegt með kaffinu. Með því að sleppa heilhveitinu og nota í staðinn kónóa- eða möndlumjöl er þetta orðinn glúteinlaus baka.

RABARBARIJARÐARBERBÖKUR

Auglýsing

.

Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer

3 b jarðarber, skorin í tvennt (frosin eða fersk)

2 b rabarbari, skorinn í litla bita

3 msk hrásykur

2 msk chiafræ

2 msk vatn

2 tsk sítrónusafi

1 tsk fínt rifinn engifer

Blandið öllum hráefnunum saman og setjið í eldfast form.

Ofan á:

1 b pekan eða valhnetur, saxaðar

1 b tröllahafrar

1/2 b heilhveiti, möndlu- eða kínóamjöl

1/2 b kókosmjöl

1/3 b hrásykur

1/2 b kókosolía, fljótandi

1/2 tsk salt

Blandið öllum hráefnunum saman og setjið ofan á í eldfasta formið. Bakið við 170° í um 35 mín.  Berið fram með ís eða rjóma

Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer Sóli Hólm Albert

Mætti með bökuna í viðtal til Sólmundar Hólm á Rás 2

RABARBARIJARÐARBERBÖKUR

.