Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer

Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer Rabarbari jarðarber baka terta kaka rabbabari
Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer

Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer

Fljótlegt með kaffinu. Með því að sleppa heilhveitinu og nota í staðinn kónóa- eða möndlumjöl er þetta orðinn glúteinlaus baka.

RABARBARIJARÐARBERBÖKUR

.

Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer

3 b jarðarber, skorin í tvennt (frosin eða fersk)

2 b rabarbari, skorinn í litla bita

3 msk hrásykur

2 msk chiafræ

2 msk vatn

2 tsk sítrónusafi

1 tsk fínt rifinn engifer

Blandið öllum hráefnunum saman og setjið í eldfast form.

Ofan á:

1 b pekan eða valhnetur, saxaðar

1 b tröllahafrar

1/2 b heilhveiti, möndlu- eða kínóamjöl

1/2 b kókosmjöl

1/3 b hrásykur

1/2 b kókosolía, fljótandi

1/2 tsk salt

Blandið öllum hráefnunum saman og setjið ofan á í eldfasta formið. Bakið við 170° í um 35 mín.  Berið fram með ís eða rjóma

Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer Sóli Hólm Albert

Mætti með bökuna í viðtal til Sólmundar Hólm á Rás 2

RABARBARIJARÐARBERBÖKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."