Auglýsing
Sumarsalat grænkál feta grillmatur Sumarsalat með hollu íslensku grænmeti íslenskt grænmeti
Sumarsalat með hollu íslensku grænmeti

Sumarsalat. Bragðmikið íslenskt grænmeti flæðir nú frá garðyrkjubændum, þjóðinni til mikillar gleði. Held að grænmetisbændur ættu að hugsa stórt, nýta jarðhitann, fá rafmagn á sama verði og álverin og hefja útflutning á grænmeti. Borðum meira grænmeti og munið að grænmeti er ekki gras eins og maður heyrði stundum í gamla daga 🙂

Sumarsalat

Vel af grænu salati

1 pk kirsuberjatómatar

1/2 rauð paprika

1 mangó

1 avókadó

steinselja (vel af henni)

geitaostur (ef vill)

Skerið niður og setjið í skál

Dressing

2 msk góð olía

1 tsk tamarin sósa

2 msk vatn

smá (Dijon)sinnep

Blandið öllu saman og hellið yfir salatið

Sumarsalat Scott Fisher Alex

Amerískir vinir okkar komu hingað í mat, þau fengu lambalæri með gratíneruðum kartöflum, Waldorfssalati og þessu sumarsalatið

Auglýsing