Auglýsing
Grafinn silungur urriði Árdís Hulda fiskur grafa silung
Grafinn urriði

Grafinn urriði

Árdís systir mín veiddi urriða um daginn og gróf. Feitur, mjúkur og bragðgóður fiskurinn rann ljúflega niður. Ef þið eruð ekki með nýveiddan urriða úr Þingvallavatni má notast við lax eða silung.

SILUNGURÁRDÍS HULDA FISKRÉTTIR

Auglýsing

.

Grafinn silungur

3-4 kg  Þingvalla-urriði, flakaður
4 msk gróft Maldon salt (má vera reykt)
1 stk laukur, fínsaxaður
1/2 msk hvítur pipar
5 msk dill
1 tsk fennel
1 msk sykur
ca 1/2 tsk svörtur pipar

Blandið öllu saman og smyrjið á flökin.
Leggið flökin saman og vefjið þétt með álpappír.
Látið liggja í ísskáp í einn sólarhring og
snúið öðru hvoru. Þurrkið kryddið af og stráið dilli yfir.
Berið fram með ristuðu brauði og sósu

Sósan
3 msk majones
dill
sætt sinnep
1 msk hunang
smá svartur pipar

Öllu hrært saman og smakkað til.

SILUNGURFISKRÉTTIR

— GRAFINN URRIÐI —

.