Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer
Fljótlegt með kaffinu. Með því að sleppa heilhveitinu og nota í staðinn kónóa- eða möndlumjöl er þetta orðinn glúteinlaus baka.
— RABARBARI — JARÐARBER — BÖKUR —
.
Rabarbarabaka með jarðarberjum og engifer
3 b jarðarber, skorin í tvennt (frosin eða fersk)
2 b rabarbari, skorinn í litla bita
3 msk hrásykur
2 msk chiafræ
2 msk vatn
2 tsk sítrónusafi
1 tsk fínt rifinn engifer
Blandið öllum hráefnunum saman og setjið í eldfast form.
Ofan á:
1 b pekan eða valhnetur, saxaðar
1 b tröllahafrar
1/2 b heilhveiti, möndlu- eða kínóamjöl
1/2 b kókosmjöl
1/3 b hrásykur
1/2 b kókosolía, fljótandi
1/2 tsk salt
Blandið öllum hráefnunum saman og setjið ofan á í eldfasta formið. Bakið við 170° í um 35 mín. Berið fram með ís eða rjóma
Mætti með bökuna í viðtal til Sólmundar Hólm á Rás 2
— RABARBARI — JARÐARBER — BÖKUR —
.