Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum, Kjartan Örn, Salat, Blómkál, hráfæði, raw Elísa jóhannsdóttir dressing salat
Kjartan Örn fær sér blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum

Heiðurshjónin Elísa og Kjartan hlupu Laugaveginn um helgina og komu í mat til okkar í hádeginu – spínatlasagna og blómkálssalat. Það er fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða sem tekur hressilega til matar síns. Í upphaflegu uppskriftinni er spergilkál en það það var því miður ekki til í búðinni. Gæti trúað að gott væri að hafa blómkál og spergilkál til helminga. Á myndinni er Kjartan sá sami og grillaði lambalærið ægigóða hér um árið

.

SALÖTBLÓMKÁLELÍSA&KJARTAN

.

Blómkálssalat með rúsínum

3 b blómkál, saxað gróft
3 b spergilkál, saxað gróft
1/2 rauðlaukur, saxaður frekar gróft
1 b rúsínum
1 b sólblómafræ
steinselja

Blandið öllu saman í stóra skál.

Dressing:

1 b kasjúhnetur
safi úr 1 sítrónu
2 msk góð olía
1/4 b vatn
ca 1/4 b blaðlaukur, saxaður gróft
1 hvítlauksrif
1 msk gott hunang
smá Dijon sinnep
salt

Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel. Blandið saman við salatið og látið standa í 2-3 klst áður en er borið á borð.

Elísa og Kjartan

Bergþór, Elísa og Albert

SALÖTBLÓMKÁLELÍSA&KJARTAN

— BLÓMKÁLSSALAT MEÐ RÚSÍNUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Epicurious

Þær eru nokkrar uppskriftarsíðurnar sem eru í uppáhaldi hjá mér, ein þeirra er Epicurious.com

Pulled pork

Pulled Pork

Pulled pork. Kjartan Örn, sá hinn sami og galdraði fram vinsælt lambalæri hér um árið, á heiðurinn af pullok pork-inu. Hann segir er að þetta sé fyrir marga ögrun í grillmennskunni og að þrátt fyrir langan undirbúning sé þetta einföld matreiðsla.

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu

Rannveig Fríða og Arnold Postl

Sunnudagsveisla hjá Rannveigu Fríðu. Það eru gamlar gleðilegar fréttir og nýjar að óperusöngvarar hafa mikinn áhuga á mat, bæði að elda, tala um og borða góðan mat. Óperusöngkonan Rannveig Fríða Bragadóttir hefur búið og starfað í Vínarborg í fjölmörg ár. Rannveig og eiginmaður hennar Arnold Postl bjóða gjarnan börnunum sínum í mat á sunnudögum.