Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum, Kjartan Örn, Salat, Blómkál, hráfæði, raw Elísa jóhannsdóttir dressing salat
Kjartan Örn fær sér blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum

Heiðurshjónin Elísa og Kjartan hlupu Laugaveginn um helgina og komu í mat til okkar í hádeginu – spínatlasagna og blómkálssalat. Það er fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða sem tekur hressilega til matar síns. Í upphaflegu uppskriftinni er spergilkál en það það var því miður ekki til í búðinni. Gæti trúað að gott væri að hafa blómkál og spergilkál til helminga. Á myndinni er Kjartan sá sami og grillaði lambalærið ægigóða hér um árið

.

SALÖTBLÓMKÁLELÍSA&KJARTAN

.

Blómkálssalat með rúsínum

3 b blómkál, saxað gróft
3 b spergilkál, saxað gróft
1/2 rauðlaukur, saxaður frekar gróft
1 b rúsínum
1 b sólblómafræ
steinselja

Blandið öllu saman í stóra skál.

Dressing:

1 b kasjúhnetur
safi úr 1 sítrónu
2 msk góð olía
1/4 b vatn
ca 1/4 b blaðlaukur, saxaður gróft
1 hvítlauksrif
1 msk gott hunang
smá Dijon sinnep
salt

Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel. Blandið saman við salatið og látið standa í 2-3 klst áður en er borið á borð.

Elísa og Kjartan

Bergþór, Elísa og Albert

SALÖTBLÓMKÁLELÍSA&KJARTAN

— BLÓMKÁLSSALAT MEÐ RÚSÍNUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.