Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum
Það er mikill vandi að elda fisk svo hann verði alveg passlega steiktur (eða soðinn), þetta er ekki bara mínútu spursmál heldur næstum því spurning um sekúndur. Hildur Ýr og Páll Björgvin í Neskaupstað buðu Sætabrauðsdrengjunum í mat og voru með hárrétt eldaðan silung með góðu salati
— HILDUR ÝR — SILUNGUR — NESKAUPSTAÐUR —
.
Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum.
2 dl pistasíuhnetur
2 tsk pipar, svartur
1400 g silungur
2 dl kóriander
2 stk lime
2 tsk salt
Maldon salt
8 msk mango chutney
Hitið ofnin í 180°C. Setjið silungsflökin í eldfast mót, dreypið safanum úr límónunni, og kryddið með salti og pipar. Smyrjið mangóchutney jafnt yfir flökin og stráið því næst hnetunum yfir. Bakið í 10-15 mín. Saxið kóríander niður og stráið yfir.
Ég notaði ekki allar hneturnar né kórianderið – setti það í skál og bar það fram með fiskinum. Gott að hver og einn geti fengið sér að vild.
Borið fram með fersku salati og sósu.
Sósan sem ég gerði með var sýrður rjómi, mango chutney, salt og pipar, lime og kóriander. Hlutföll eru ekki til – bara smakka og finna rétta bragðið
— HILDUR ÝR — SILUNGUR — NESKAUPSTAÐUR —
.