Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

sítrónukjúklingur, sítróna, kjúlli, Sætabrauðsdrengirnir í Sjólyst á Fáskrúðsfirði. Bergþór, Viðar, Jóhann, Gissur Páll og Garðar Thór Sætabrauðsdrengirnir, pollo al limone Gissur Páll Ítalía ítalskur miðjarðarhafið Sjólyst Fáskrúðsfjörður gunnar þorsteinn
Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Það er eins með Gissur Pál og aðra óperusöngvara sem ég þekki, hann hefur mjög mikinn áhuga á mat. Bæði er áhuginn á matargerðinni og ekki síður að borða góðan mat. Þennan ítalska kjúklingarétt galdraði hann fram á dögunum. Kjúllinn vakti mikla lukku enda ljúffengur svo ekki sé nú meira sagt. Fuglinn var eldaður í eldgömlum Rafha ofni sem ekki er með blæstri, að sögn meistarakokksins bragðaðist hann betur en áður. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo. Með kjúklingnum var borið fram afar ljúft tómatasalat.

🇮🇹

— KJÚKLINGURSÍTRÓNURÍTALÍAGISSUR PÁLL —

.

Sítrónukjúklingur. Upplagt að nota það grænmeti sem er til í ísskápnum og vel af því.

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

2 vænir kjúklingar

7 sítrónur, skornar í grófa bita

5 greinar timían

salt og svartur nýmalaður pipar (vel af piparnum)

Skolið kjúklinginn í köldu vatni og þerrið með pappír. Stráið pipar og salti inn í hann, kreystið sítrónurnar í lófanum þannig að safinn renni inn í kjúklinginn og látið að því loknu sítrónubitana inn í hann. Setjið timíanið bæði inn í fuglinn og líka ofan á hann. Saltið og piprið. Eldið í 170°C heitum ofni í um klst. Þegar kjúklingurinn hefur verið í ofninum í um 15 mín. bætið þá við kartöflum sem skornar hafa verið í munn bita, eftir annað korter er ágætt að bæta við sætum kartöflum og etv fleiru.

Sætabrauðsdrengirnir í Sjólyst á Fáskrúðsfirði. Bergþór, Viðar, Jóhann, Gissur Páll og Garðar Thór.

 

🇮🇹

— KJÚKLINGURSÍTRÓNURÍTALÍAGISSUR PÁLL —

— SÍTRÓNUKJÚKLINGUR GISSURAR PÁLS —

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.