
Kaldur brauðréttur
Á sólríkum degi í byrjun sumars hitti ég nýstofnaðan saumaklúbb nokkurra Fáskrúðsfjarðarkvenna sem allar eru fæddar 1963 og eiga því stórafmæli í ár. Þær búa allar á höfuðborgarsvæðinu og eru þekktar fyrir mikinn matar- og tertuáhuga. Gaman að segja frá því að mér veittist sá heiður að gerast „verndari“ klúbbsins þar sem upphringing mín varð til þess að klúbburinn varð að veruleika – það reyndist auðvitað auðsótt enda ekki á hverjum degi sem miðaldra karlmaður tekur þátt í að stofna saumaklúbb þó óbeint sé 🙂
.
— KALDIR RÉTTIR — RÆKJUR — SAUMAKLÚBBUR — KLÚBBARÉTTIR — ÍSLENSKT — KAFFIMEÐLÆTI — HEITIR RÉTTIR —
.
.
Kaldur brauðréttur
Rífið skorpulaust brauð í form (ca ½ brauð).
Ein lítil dós ananaskurl með safa
2-3 msk majones
Eitt box sýrður rjómi
Blandið þessu saman og hellið yfir brauðið.
Brytjið Dalabrie eða annan góðan ost og setjið ofan á.
Dreifið 4-5 bollum af rækjum yfir.
Dreifið saxaðri papriku, gulri, rauðri og grænni,yfir (hálf paprika af hverjum lit).
Skerið vínber og setjið ofan á.

.
— KALDIR RÉTTIR — RÆKJUR — SAUMAKLÚBBUR — KLÚBBARÉTTIR — ÍSLENSKT — KAFFIMEÐLÆTI — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — HEITIR RÉTTIR —
.