Auglýsing
Tómatpasta með ansjósum
Tómatpasta með ansjósum

Tómatpasta með ansjósum. Þessi réttur kemur frá Braga í gegnum Jamie Oliver og mun vera matur fátækra í Palermó á Sikiley. Það má nota tagliatelle eða spaghetti. Frábær réttur og rúsínurnar og furuhneturnar setja punktinn yfir i-ið

Tómatpasta með ansjósum

6 msk ólífuolía

4 hvítlauksgeirar, afhýddir og saxaðir

2 hnefafylli af furuhneturm

1 hnefafylli af rúsínum

12 ansjósuflök (ein dós)

3 kúfaðar matskeiðar af tómatpurée

1 glas af hvítvíni

100 g brauðmylsna

455 g pasta

Hitið olíuna á pönnu og léttsteikið hvítlaukinn. bætið þá við furuhnetum, rúsínum og ansjósum og steikið áfram í 2-3 mín eða þangað til ansjósurnar hafa bráðnað. Bætið við tómatpuré og hvítvíni og blandið vel. Lækkið hitann og sjóðið áfram í um 3 mín.  Sósan á að vera nokkuð þykk en ef hún verður of þykk má setja í hana vatn. Brúnið brauðraspið á annarri pönnu í smá olíu. Raspið á að vera stökkt og gyllt. Látið kólna á meðan pastað sýður samkvæmt leiðbeiningunum á pakkningunni. Hellið því á sigti og blandið saman við sósuna á pönnunni, stráið brauðraspinu yfir.

FLEIRI PASTARÉTTIR

Auglýsing