Blómkálssúpa

Albert Eiríksson blómkálssúpa afmæli 16. ágúst
Blómkálssúpa

Blómkálssúpa

Þegar ég kom heim í hádeginu, á afmælisdaginn minn, voru feðgarnir búnir að útbúa sérdeilis bragðgóða blómkálssúpu. Ó hvað maður er lukkulegur

.

BLÓMKÁLSÚPURAFMÆLI

.

Blómkálssúpa

2 msk kókosolía
1 laukur, saxaður
sjávarsalt
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
4 dl grænmetissoð
4 dl möndlumjólk
ca 500 g blómkál, saxað gróft
1 2/3 dl næringarger (nutritional yeast)
2 tsk sítrónusafi
nýmalaður svartur pipar

Hitið olíuna í potti, léttsteikið lauk og hvítlauk bætið saltinu við. Látið saman við grænmetissoð, mjólk, og blómkál. Látið sjóða í um 20 mín eða þangað til blómkálið er soðið. Slökkvið undir og maukið. Bætið við næringargerinu, sítrónusafa og pipar.

.

BLÓMKÁLSÚPURAFMÆLI

— BLÓMKÁLSSÚPA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pekansmákökur Kormáks – verðlaunasmákökur

Pekansmákökur Kormáks. Í öðru sæti í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar urðu þessar Pekansmákökur sem Kormákur bar fram á plöstuðu plötumslagi gestadómarans, Kristjáns Jóhannssonar. Í vikunni sem keppnin er haldin fær starfsfólk stofunnar vísbendingar daglega um gestadómarann. Kormákur var fljótur að finna út hver væri gestadómarinn þetta árið. Kormákur sigraði í smákökusamkeppni fyrir nokkrum árum með Smákökum Önnu K.

Nokkrir ómissandi og gagnlegir punktar úr matreiðslubók frá 1915

Góð lesning sem birtist í matreiðslubók sem gefin var út árið 1915 sem heitir Ný matreiðslubók fyrir fátæka og ríka og greinir m.a. frá ýmislegu um kaffidrykkju. Höfundur bókarinnar er Jóninna Sigurðardóttir.

Spínatsalat Kristínar

Spínatsalat Kristínar. Það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir af vel volgri dressingu á salat, Kristín Ingvadóttir útbýr oft dressingu úr púðursykri, hvítvínsediki og smjöri sem hún setur yfir spínatsalat. Ýmist hefur hún spínatsalatið sem meðlæti en stundum bætir hún við það hráskinku og hefur sem aðalrétt.