
Blómkálssúpa
Þegar ég kom heim í hádeginu, á afmælisdaginn minn, voru feðgarnir búnir að útbúa sérdeilis bragðgóða blómkálssúpu. Ó hvað maður er lukkulegur
.
.
Blómkálssúpa
2 msk kókosolía
1 laukur, saxaður
sjávarsalt
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
4 dl grænmetissoð
4 dl möndlumjólk
ca 500 g blómkál, saxað gróft
1 2/3 dl næringarger (nutritional yeast)
2 tsk sítrónusafi
nýmalaður svartur pipar
Hitið olíuna í potti, léttsteikið lauk og hvítlauk bætið saltinu við. Látið saman við grænmetissoð, mjólk, og blómkál. Látið sjóða í um 20 mín eða þangað til blómkálið er soðið. Slökkvið undir og maukið. Bætið við næringargerinu, sítrónusafa og pipar.
.
.