Rabarbarasulta með chili og engifer

Rabarbarasulta með chili og engifer, rabarbari. rabbarbari Guðný Þorleifsdóttir, Kolfreyjustaður, Fáskrúðsfjörður
Rabarbarasulta með chili og engifer

Rabarbarasulta með chili og engifer

Guðný frá Kolfreyjustað sendi mér rabarbarasultu á dögunum, annarsvegar með chili og hins vegar með engifer. Guðný er af miklu matarfólki komin og sú fjölskylda kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að góðum mat. Ég vandi snemma komur mínar í eldhúsið á Kolfreyjustað og sat þar löngum stundum yfir nýbökuðu kaffimeðlæti og öðru góðgæti – það voru dásamlegir tímar.

.

GUÐNÝ ÞORLEIFS — KOLFREYJUSTAÐURRABARBARISULTA — ÍSLENSKT

.

Rabarbarasulta með engifer

500 g rabarbari

250 g hrásykur

ca 5 cm engifer, rifið

Brytjið rabarbarinn, bætið sykri saman við og látið liggja saman þangað til sykurinn hefur bráðnað alveg saman við safann sem kemur úr rabarbaranum. Bætið engifer út í og sjóðið við vægan hita þar til kominn er réttur litur á sultuna. Maukið með töfrasprota.

Rabarbarasulta með chili

500 g rabarbari

250 g hrásykur

1 stk chili, fræhreinsað og smátt saxað

Brytjið rabarbarann, bætið sykri saman við og látið liggja saman þangað til sykurinn hefur bráðnað alveg saman við safann sem kemur úr rabarbaranum. Bætið chili út í og sjóðið við vægan hita þar til kominn er réttur litur á sultuna. Maukið með töfrasprota.

 

Guðný Þorleifsdóttir
„Gerði líka svona með bláberjum, klikkaði alveg á að senda þér hana en það er snilld líka.“ kveðja, Guðný á Kolfreyjustað

.

GUÐNÝ ÞORLEIFS — KOLFREYJUSTAÐURRABARBARISULTA —

— RABARBARASULTA MEÐ CHILI OG ENGIFER —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum

Súkkulaðihúðaðar smákökur

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum - Hugrún Britta Kjartansdóttir lenti í 3.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Hún er vel að þriðja sætinu komin og það fyrsta sem kom upp í minn huga þegar ég smakkaði þær var í fyrsta lagi: Mig langar í kaffi með þeim og í öðru lagi: Mig langar í fleiri.... :) Hjá öðrum dómnefndarmönnum mátti heyra: „Sparikaka og maður nýtur hvers bita fyrir sig" - Jólaömmukaka með gamaldags ívafi" og „Það eru notalegheit sem fylgir henni"

Bergþór Bjarnason Francheteau með matarboð í Frakklandi

Vestmannaeyjingurinn Bergþór Bjarnason Francheteau hefur búið í Frakklandi í fjölmörg ár, hann tók ljúflega í að verða gestabloggari „Í upphafi ætlaði ég að hafa suðræna stemningu á borðum enn svo blandaðist þetta allt saman og á endanum var ögn af Íslandi á boðstólum í bland við suðrænt og fleira. Við Olivier, maðurinn minn, vorum nýlega heima að halda upp á áttræðisafmæli pabba og því dáltítið af íslenskum vörum í ísskápnum.

Sítrónubaka með marengs

Á ættarmótsfundi bauð Vilborg upp á sítrónuböku með marens sem við borðuðum af mikilli áfergju. Sítrónukökur eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir - sítrónur eru afar hollar og fólk ætti byrja hvern dag á að kreysta sítrónu út í vatn og drekka.

Rice krispies múffur

Rice krispies múffur. Það sem mér hefur helst þótt að Rice Krispies kökum/múffum er að oft er allt of mikið að sírópi og stundum notaður sykur líka - gleymum ekki að Rice Krispies eitt og sér er hlaðið sykri. Þorbjörg kom með Rice krispies múffur í föstudagskaffið í vinnunni sem voru ekki dýsætar. Annars eigum við að taka höndum saman og minnka sykur í mat.