Muffins með karamellukurli
Á dögunum fórum fjölskyldan til Vestmannaeyja, þar tóku höfðinglega á móti okkur María frænka mín og Addi hennar maður og nærðu okkur andlega og líkamlega. Hann fór með okkur um Heimaey og hún bauð upp á kaffihlaðborð að ferðinni lokinni – þar var meðal annars boðið upp á muffins með karamellukurli.
.
— MUFFINS — VESTMANNAEYJAR — MARÍA SIGURBJÖRNS — KARAMELLU… —
.
Muffins með karamellukurli
2 ½ b hveiti
1 b sykur
½ lyftiduft (vínsteins)
½ tsk salt
1 bolli súrmjólk
3 egg
200 g brætt smjör
1 tsk vanilludropar
150 g Karamellukurl
100 g suðusúkkulaði
Þurrefnum blandað saman og hitt sett saman við. Kurlið og súkkulaðið sett í síðast. Sett í lítil muffinsform og bakað við 200° í 15 -20 mín.
.
— MUFFINS — VESTMANNAEYJAR — MARÍA SIGURBJÖRNS — KARAMELLU… —
— MUFFINS MEÐ KARAMELLUKURLI —
.