Flatbrauð með hummús og salati

Flatbrauð með hummús og salati flatkökur flatkökur
Flatbrauð með hummús og salati

Flatbrauð með hummús og salati

Þó flatbrauð með smjöri og hangikjöti sé ljúffengt þá má vel setja annað á flatbrauðið eins og hummús (eða hommamús eins og við segjum gjarnan á þessu heimili) og grænt salat. Best finnst mér að útbúa samlokur, smyrja flatbrauðssneið með vænu lagi af hummús, leggja grænt salat á (spínat, klettasalat eða annað gott salat), smyrja svo hina sneiðina og leggja yfir.

.

FLATBRAUÐHUMMÚS

.

Elín Arnardóttir Þorkell Helgi Sigfússon og Sigrún Björk Sævarsdóttir Halldór Hansen Listaháskólinn
Þorkell Helgi Sigfússon, Sigrún Björk Sævarsdóttir og Elín Arnardóttir.

Á dögunum var úthlutað var úr styrktarsjóð Halldórs Hansen. Að þessu sinni fengu þrír ungir tónlistarmenn úthlutað úr sjóðnum. Þau Elín Arnardóttir píanóleikari og Þorkell Helgi Sigfússon söngvari og Sigrún Björk Sævarsdóttir, söngkona. Meðal veitinga sem boðið var uppá að lokinni athöfninni var flatbrauð með hummús og salati.

.

FLATBRAUÐHUMMÚS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pekanpæ

pekanpae

Pekanpæ, alveg guðdómlega gott. Það er nú gaman að segja frá því að á topp tíu yfir mest skoðuðu uppskriftir síðasta árs eru þrjár hráfæðistertur. Hér er enn ein dásemdin sem allir(eða langflestir) eiga eftir að elska – guðdómlega gott.

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið - ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann og endi með fullt fangið af ostum og fleiru. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila - áður en þið farið í búðina ;)