Döðluterta Sóleyjar

Döðluterta Döðlukaka kaka terta með döðlum karamellusósa krem sóley björt listaháskólinn föstudagskaffi karamella karamellukrem
Döðluterta Sóleyjar

Döðluterta með karamellusósu

Sóley sá um föstudagskaffið í morgun. Ægigóð terta en bara ef maður fær sér litla sneið – en ég gleymdi mér aðeins og fékk mér tvisvar (eða þrisvar…). Ekkert get ég gert af því þó Sóley baki svona góða tertu 😉

.

SÓLEY BJÖRT— DÖÐLUTERTURTERTUR — FÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU…LHI

.

Döðluterta

235 g döðlur
1 tsk matarsódi
120 g mjúkt smjör
2 msk sykur
2 egg
3 dl hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 1/2 tsk lyftiduft

Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið bíða í pottinum í þrjár mín. Bætið matarsódanum við.

Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum við, einu í einu. Blandið síðan hveitinu, saltinu og vanilludropunum saman við.

Bætið lyftiduftinu út í, ásamt 1/4 bolla af döðlumaukinu og hrærið varlega í.

Blandið að lokum afganginum af döðlumaukinu út í.

Smyrjið uþ.b. 8 cm hátt lausbotna form, sem er 24 cm í þvarmál, vel með smjöri og setjið deigið í. Bakið í 180° heitum ofni í 30-40 mín. eða þar til miðjan er bökuð. Hvolfið kökunni á tertudisk og berið fram volga eða kalda með karamellusósu, þeyttum rjóma og jafnvel ís. Ath. að deigið er þunnt þegar það fer í formið og á að vera þannig.

Karamellusósa:

120 g smjör
114 g púðursykur
1/3 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
1/4 bolli rjómi.

Setjið allt í pott og sjóðið í 3 mín. Hrærið allan tímann.

Dásemdin ein með góðu kaffi…

Döðluterta Sóleyjar

.

SÓLEY BJÖRT— DÖÐLUTERTURTERTUR — FÖSTUDAGSKAFFIKARAMELLU…LHI

— DÖÐLUTERTA SÓLEYJAR —

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja

Veislukaffi hjá kvenfélagi Gnúpverja. Við brugðum undir okkur betri fætinum og töluðum um borðsiði og fleira við eldhressar kvenfélagskonur í Gnúpverjahreppi. Þær slógu upp alveg stórfínu veisluborði. Þetta var ógleymanleg kvöldstund, skemmtilegar, hláturmildar konur og súpergóðar veitingar. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

SaveSave

Apótek restaurant

Apótek restaurant  Apótek restaurant

Apótek restaurant. Notalegur kliður í Apótekinu minnir á bistro í París, létt angan berst af og til úr eldofninum, mikil lofthæð, virðulegir glugar og flottar innréttingar þar sem hægt er að velja um prívat bása eða ekki, nálægðin við Austurvöll er yndisleg - umvefjandi umhverfi í hjarta borgarinnar. Úr veitingasalnum er hægt að fylgjast með matreiðslumönnunum að störfum því opið er inn í eldhúsið. Allt svo notalegt.