Kladdkaka
Fyrir allar aldir í morgun bönkuðum við Þórhildur uppá hjá afmælisbarni dagsins, Þórhildi Helgu og buðum okkur í afmæliskaffi. Þórhildur bakaði Kladdköku og kom með.
.
— KLADDKÖKUR — KOLFREYJUSTAÐUR — ÞÓRHILDUR HELGA —
.
KLADDKAKA
100 g smjör
100 g súkkúlaði (70% eða yfir)
2 egg
1 dl rjómi
3 msk sukrin
1 msk sukrin melis
1-2 msk kakó
1 tsk vanilludropar
Bræðið smjör og súkkulaði í potti. Bætið rjóma við og blandað vel. Þeytið vel saman egg og sykur og blandað svo við súkkulaðið. Bætið vanilludropum við. Í restina er kakó bætt við. Best að smakka hversu mikið maður vill. Ef súkkulaðibragðið er of ramt (fer eftir hversu mörg % súkkulaðið er) er hægt að bæta örlítið af rjóma við eða smá sukrin.
Stillið ofninn á 225° og bakið kökuna í 6-10 mín. Hún á að vera blaut í miðjunni. Best að leyfa kökunni að kólna því hún er betri köld.

Hafdís P. Magnúsdóttir heldur úti matarbloggsíðunni Dísukökur og þessi uppskrift er fengin þaðan. Kakan hentar vel þeim sem eru LKLfæðinu
.
— KLADDKÖKUR — KOLFREYJUSTAÐUR — ÞÓRHILDUR HELGA —
.