Kladdkaka

Kladdkaka, Þórhildur Helga, Þórhildur Gísladóttir, afmæli kolfreyjustaður helga þorleifs
Þórhildur Gísladóttir með Kladdkökuna

Kladdkaka

Fyrir allar aldir í morgun bönkuðum við Þórhildur uppá hjá afmælisbarni dagsins, Þórhildi Helgu og buðum okkur í afmæliskaffi. Þórhildur bakaði Kladdköku og kom með.

.

KLADDKÖKURKOLFREYJUSTAÐURÞÓRHILDUR HELGA 

.

KLADDKAKA

100 g smjör

100 g súkkúlaði (70% eða yfir)

2 egg

1 dl rjómi

3 msk sukrin

1 msk sukrin melis

1-2 msk kakó

1 tsk vanilludropar

Bræðið smjör og súkkulaði í potti. Bætið rjóma við og blandað vel. Þeytið vel saman egg og sykur og blandað svo við súkkulaðið. Bætið vanilludropum við. Í restina er kakó bætt við. Best að smakka hversu mikið maður vill. Ef súkkulaðibragðið er of ramt (fer eftir hversu mörg % súkkulaðið er) er hægt að bæta örlítið af rjóma við eða smá sukrin.

Stillið ofninn á 225° og bakið kökuna í 6-10 mín. Hún á að vera blaut í miðjunni. Best að leyfa kökunni að kólna því hún er betri köld.

Albert, Þórhildur og Þórhildur Helga

Hafdís P. Magnúsdóttir heldur úti matarbloggsíðunni Dísukökur og þessi uppskrift er fengin þaðan. Kakan hentar vel þeim sem eru LKLfæðinu

.

KLADDKÖKURKOLFREYJUSTAÐURÞÓRHILDUR HELGA 

— KLADDKAKA —

.

 

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðiterta í potti – sérlega góð og einföld

Súkkulaðiterta í potti. Neyðin kennir naktri konu að spinna eins og þar stendur. Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir bjuggu í tvö ár í Tyrklandi, um tíma þar voru þau hvorki með hrærivél né handþeytara. Helena dó ekki ráðalaus frekar en fyrridaginn þegar fjölskyldunni langaði í tertu, hún fór á netið og fann tertu sem hvorki þurfti að hræra né þeyta. Aðeins bræða í potti, blanda saman og baka. Einföld snilld

Apótek restaurant

Apótek restaurant  Apótek restaurant

Apótek restaurant. Notalegur kliður í Apótekinu minnir á bistro í París, létt angan berst af og til úr eldofninum, mikil lofthæð, virðulegir glugar og flottar innréttingar þar sem hægt er að velja um prívat bása eða ekki, nálægðin við Austurvöll er yndisleg - umvefjandi umhverfi í hjarta borgarinnar. Úr veitingasalnum er hægt að fylgjast með matreiðslumönnunum að störfum því opið er inn í eldhúsið. Allt svo notalegt.