Auglýsing
Albert, Bergdís Ýr Guðmundusdóttir, JÓLAKÖKUR JÓHANNA magnúsdóttir jóhanna magg guðmundur þorgrímsson Vilborg Eiríksdóttir, Oddný Jóna Þorsteinsdóttir, Freyja Kristjánsdóttir. Fremri röð frá vinstri Kári Halldór Þórsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir og Dýrfinna Sigurjónsdóttir Björn jóhannsson Jólakaka, Brimnes, Fáskrúðsfjörður, sítrónuilmur, Birna Björnsdóttir ljósmóðir, Bergdís Ýr brimnesi formkaka FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR JÓLAKAKA KAKA MEÐ RÚSÍNUM RÚSÍNUKAKA JÓLABRAUÐ
Jólakaka – og sítrónuilmurinn fyllir vitin

Jólakaka

Þegar sítrónudropailmurinn af jólakökum fyllir vitin á maður til að fara nokkur ár eða áratugi aftur í tímann í huganum. Í tilefni þess að í gær var fæðingardagur Birnu föðursystur minnar bakaði ég jólaköku og bauð nokkrum vel völdum gestum í kaffi. Sítrónudropailminn lagði langt út fyrir húsið (alveg eins og hjá Birnu). Bergdís kom með stórfína gráfíkjuköku sem hún bakaði upp úr handskrifaðri uppskriftabók ömmu sinnar.

.

BIRNA BJÖRNSD — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURBERGDÍS ÝR — BRIMNESJÓLIN

.

„Ekki er kunnugt um nema eina sætabrauðstegund, sem beinlínis er kennd við jólin, þ.e. jólakaka, en er reyndar löngu hætt að vera bundin við þau. Orðið jólakaka hlýtur að vera ævafornt, því það hefur komist sem tökuorð inn í bæði finnsku og eistnesku, meðan Norðurlönd voru ennþá heiðin, og heitir þar joulu-kaku og joulu-kak. Orðið Yule-cake er líka til í gamalli ensku. Sú jólakaka hefur sjálfsagt verið ærið frábrugðin þeirri, sem við þekkjum, en orðið virðist sýna, að bakað hafi verið til jólanna í heiðnum sið.” Úr bókinni Í Jólaskapi eftir Árna Björnsson.

.

 Jólakaka

180 g mjúkt smjör

1 1/2 dl sykur

2 egg

2 msk góð olía

5 dl hveiti

2 ½ tsk lyftiduft

½ tsk kardimommur

1-2 tsk sítrónudropar

2/3 tsk salt

1 dl rúsínur

2 dl mjólk

Þeytið saman smjöri og eggjum, bætið við eggjum og olíu og loks öllu hinu. Smyrjið ílangt form og bakið við 180°C í um 40 mín.

Jolakaka
Í tilefni þess að 90 ár voru liðin frá fæðingu Birnu Björnsdóttur komu ættingjar hennar og vinir saman og rifjuðu upp eitt og annað fyrir grein sem Bergdís Ýr skrifaði um ömmu sína. Aftari röð frá vinstri: Albert, Bergdís Ýr Guðmundusdóttir, Vilborg Eiríksdóttir, Oddný Jóna Þorsteinsdóttir, Freyja Kristjánsdóttir og Björn Jóhannsson. Fremri röð frá vinstri Kári Halldór Þórsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir og Dýrfinna Sigurjónsdóttir
Greinin um Birnu Björnsdóttur birtist í blaði Franskra daga

Blöð Franskra daga má finna HÉR

.

— BIRNA BJÖRNSD — FÁSKRÚÐSFJÖRÐURBERGDÍS ÝR — BRIMNES

— JÓLAKAKA —

.

Auglýsing