Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks

Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks SOLLA EIRÍKS sólveig hrákaka terta raw food hráterta kaka
Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks

Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks

Það er nú gaman að segja frá því að í afmælisgjöf fékk ég hráfæðisnámskeið hjá hráfæðisdrottningu Íslands sjálfri Sollu Eiríks. Á dögunum brugðum við Ragga og Björk undir okkur betri fætinum og skunduðum saman námskeið. Þetta var í alla staði frábært námskeið og vel uppbyggt – nú er ég endurnærður og fékk margar nýjar hugmyndir og mikinn innblástur. Solla hvetur fólk til að hafa að minnsta kosti helminginn af aðalréttadisknum hráfæði og byrja á því.

 HRÁTERTURSOLLA EIRÍKSSÚKKULAÐITERTURBJÖRK JÓNSD — RAGGA GÍSLA

.

Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks

Botn:

50 g kókosmjöl
100 g möndlur
2 msk kókosolía (má nota hentusmjör)
30 g lífrænt kakóduft
150 g döðlur, saxaðar
100 g apríkósur, saxaðar
smá salt

Fylling:

3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 2 klst
1 1/2 dl agavesíróp (eða hlynssíróp)
1/2 dl kaldpressuð lífræn kókosolía
1/2 dl kakósmjör (má nota kókosolíu í staðinn)
4 msk lífrænt kakóduft
1 msk lucuma
smá cayenne pipar
smá himalayasalt

smá vatn eða kókosmjólk ef þetta er of þykkt og erfitt fyrir blandarann.

Botn: Setjið allt í matvinnsluvélina, látið vélina ganga þar til döðlurnar hafa blandast vel inn í heslihneturnar og möndlurnar og allt klístrast saman. Þjappið deiginu í form, hægt er að nota eitt stórt hringlaga form eða mörg muffinsform, t.d. sílikonform. Sett í frysti á meðan fyllingin er búin til.

Fylling: Blandið saman hnetum, agavesírópi og kókosolíu þar til hún er orðin silkimjúk. Bætið þá restinni af uppskriftinni út í og blandið mjög vel saman. Hellið fyllingunni í botninn/botnana og látið í frysti.

Ofaná: Ristaðar kókosflögur eða kakónibbs til að skreyta (ef vill)

.

 HRÁTERTURSOLLA EIRÍKSSÚKKULAÐITERTURBJÖRK JÓNSD — RAGGA GÍSLA

— UPPÁHALDSKAKA SOLLU EIRÍKS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.