Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks

Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks SOLLA EIRÍKS sólveig hrákaka terta raw food hráterta kaka
Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks

Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks

Það er nú gaman að segja frá því að í afmælisgjöf fékk ég hráfæðisnámskeið hjá hráfæðisdrottningu Íslands sjálfri Sollu Eiríks. Á dögunum brugðum við Ragga og Björk undir okkur betri fætinum og skunduðum saman námskeið. Þetta var í alla staði frábært námskeið og vel uppbyggt – nú er ég endurnærður og fékk margar nýjar hugmyndir og mikinn innblástur. Solla hvetur fólk til að hafa að minnsta kosti helminginn af aðalréttadisknum hráfæði og byrja á því.

 HRÁTERTURSOLLA EIRÍKSSÚKKULAÐITERTURBJÖRK JÓNSD — RAGGA GÍSLA

.

Uppáhalds súkkulaðikaka Sollu Eiríks

Botn:

50 g kókosmjöl
100 g möndlur
2 msk kókosolía (má nota hentusmjör)
30 g lífrænt kakóduft
150 g döðlur, saxaðar
100 g apríkósur, saxaðar
smá salt

Fylling:

3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 2 klst
1 1/2 dl agavesíróp (eða hlynssíróp)
1/2 dl kaldpressuð lífræn kókosolía
1/2 dl kakósmjör (má nota kókosolíu í staðinn)
4 msk lífrænt kakóduft
1 msk lucuma
smá cayenne pipar
smá himalayasalt

smá vatn eða kókosmjólk ef þetta er of þykkt og erfitt fyrir blandarann.

Botn: Setjið allt í matvinnsluvélina, látið vélina ganga þar til döðlurnar hafa blandast vel inn í heslihneturnar og möndlurnar og allt klístrast saman. Þjappið deiginu í form, hægt er að nota eitt stórt hringlaga form eða mörg muffinsform, t.d. sílikonform. Sett í frysti á meðan fyllingin er búin til.

Fylling: Blandið saman hnetum, agavesírópi og kókosolíu þar til hún er orðin silkimjúk. Bætið þá restinni af uppskriftinni út í og blandið mjög vel saman. Hellið fyllingunni í botninn/botnana og látið í frysti.

Ofaná: Ristaðar kókosflögur eða kakónibbs til að skreyta (ef vill)

.

 HRÁTERTURSOLLA EIRÍKSSÚKKULAÐITERTURBJÖRK JÓNSD — RAGGA GÍSLA

— UPPÁHALDSKAKA SOLLU EIRÍKS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Lax sítróna pestó

Steiktur lax með pestói og ostaraspi. Það er góð hugmynd að safna saman brauðafgöngum og búa til úr þeim brauðrasp. Brauðið sem ég notaði í þennan rétt þurrkaði ég í bakaraofninum og malaði svo í matvinnsluvélinni.

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo...

Kókosköku- uppskrift múttu

Kókoskaka

Kókosköku- uppskrift múttu! Enn einn föstudagskaffiglaðningurinn. Sveinbjörg bakaði tertu úr uppskriftasafni ömmu sinnar. Það þarf nú varla að taka það fram að tertan var borðuð upp til agna (af mikilli áfergju)

Rækjufrauð

Rækjufrauð

Rækjufrauð

Fermingarveislur eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Sumir eru uppteknir af því að hafa sem flestar tegundir og telja með því að veislan verði glæsilegri. Öllu ánægjulegra er að smakka fáar tegundir og góðar. Oft gengur fólki illa að áætla magn fyrir hvern gest, hver kannast t.d. ekki við að hafa séð á Facebókinni að afgangarnir hafi verið svo miklir að auðvelt væri að slá upp annarri veislu.