Apríkósukryddmauk
Apríkósukryddmauk á vel við með mörgum réttum, t.d. bauna-, grænmetis- og kjötréttum. Svo má líka nota það ofan á (ristað)brauð og með ostum. Þegar ég smakkaði apríkósumauk í fyrsta sinn upplifði ég það eins og ígildi góðrar sósu.
.
— APRÍKÓSUR —
.
Apríkósukryddmauk
3-4 dl þurrkaðar apríkósur
1 tsk cummín
1 tsk ferskur kóríander
1 tsk kardimommuduft
2 cm fersk engifer
vatn
Setjið allt hráefnið í pott, látið vatn rétt fljóta yfir og sjóðið í u.þ.b. 15 mín. Setjið í matvinnsluvél og maukið. Berið fram volgt eða geymið í ísskáp, í glerkrukku með loki.
.
— APRÍKÓSUMAUK —
.