Apríkósukryddmauk

Apríkósukryddmauk apríkósur kóríander cummín
Apríkósukryddmauk

Apríkósukryddmauk

Apríkósukryddmauk á vel við með mörgum réttum, t.d. bauna-, grænmetis- og kjötréttum.  Svo má líka nota það ofan á (ristað)brauð og með ostum. Þegar ég smakkaði apríkósumauk í fyrsta sinn upplifði ég það eins og ígildi góðrar sósu.

.

APRÍKÓSUR

.

Apríkósukryddmauk

3-4 dl þurrkaðar apríkósur
1 tsk cummín
1 tsk ferskur kóríander
1 tsk kardimommuduft
2 cm fersk engifer
vatn

Setjið allt hráefnið í pott, látið vatn rétt fljóta yfir og sjóðið í u.þ.b. 15 mín. Setjið í matvinnsluvél og maukið. Berið fram volgt eða geymið í ísskáp, í glerkrukku með loki.

.

APRÍKÓSUMAUK

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarsódi

Matarsódi

Matarsódi: „Mikið rétt ég hef góða reynslu á magavandamálum og brjóstsviða og þar kemur matarsódin sér vel að gagni bara passa að setja helst ekki meira en eina teskeið í meðalstórt glas af vatni"

Matarborgin Búdapest

Matarborgin Búdapest. Kannski kemur höfuðborg Ungverjalands ekki fyrst upp í hugann þegar hugsað er um mat og matarmenningu erlendis, EN hún kemur verulega á óvart, þar má fá fjölbreyttan og þjóðlegan mat frá öllum héruðum Ungverjalands. Alveg ótrúlega góður matur og þeir eru frægir fyrir margt fleira en ungverska gúllassúpu. Systur mínar, Árdís og Vilborg og ég, teiguðum ungverska vorið á dögunum með mömmu og nutum hverrar stundar.  Það var ánægjulegt að upplifa hversu stoltir Ungverjar eru af sínum mat, mjög víða voru ungverskir réttir á boðstólnum í bland við aðra.

Fyrri færsla
Næsta færsla