Apríkósukryddmauk

Apríkósukryddmauk apríkósur kóríander cummín
Apríkósukryddmauk

Apríkósukryddmauk

Apríkósukryddmauk á vel við með mörgum réttum, t.d. bauna-, grænmetis- og kjötréttum.  Svo má líka nota það ofan á (ristað)brauð og með ostum. Þegar ég smakkaði apríkósumauk í fyrsta sinn upplifði ég það eins og ígildi góðrar sósu.

.

APRÍKÓSUR

.

Apríkósukryddmauk

3-4 dl þurrkaðar apríkósur
1 tsk cummín
1 tsk ferskur kóríander
1 tsk kardimommuduft
2 cm fersk engifer
vatn

Setjið allt hráefnið í pott, látið vatn rétt fljóta yfir og sjóðið í u.þ.b. 15 mín. Setjið í matvinnsluvél og maukið. Berið fram volgt eða geymið í ísskáp, í glerkrukku með loki.

.

APRÍKÓSUMAUK

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Móðir jörð – Vallanes á Héraði

Móðir jörð - Vallanes á Héraði. Miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar er Vallanes. Hjónin Eymundur og Eygló stunda þar lífræna framleiðslu undir vörumerkinu Móðir Jörð. Þau leggja stund á korn- og grænmetisræktun og framleiða tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Ég fór í hlaðborð þar í vikunni og fékk dásamlegar tertur á eftir

Essensia – veitingahús

Essensia dscf3801 Essensia dscf3776 

Essensia - Veitingahúsið Essensia á Hverfisgötu stimplar sig strax hressilega inn í veitingahúsaflóru höfuðborgarinnar svo eftir er tekið. Faglega að öllu staðið og hinn ítalski sunnan blær staðarins er kærkomin viðbót í fjölbreyttri matarborg sem Reykjavík er. Klassískir suðrænir bragðgóðir réttir einkenna staðinn. Réttir sem gestir geta deilt og eru hvattir til að deila. Enn ein úrvalsrósin í hnappagat Hákons Más Örvarssonar.

Fyrri færsla
Næsta færsla