Auglýsing

Enskar skonsur

Enskar skonsur. Nokkrum sinnum hef ég farið í Afternoon Tea í Lundúnum – það er eftirminnileg upplifun sem mæla má með. Þar eru ýmsar óskrifaðar reglur sem gestum ber að fara eftir, t.d. á ekki að skera skonsuna með hníf heldur snúa hana í tvennt (eða brjóta). Síðan er byrjað neðst á þriggja hæða diskinum og endað á efsta diski. Þá er talið æskilegt að hella teinu fyrst í bollan (ekki meira en 2/3) og mjólkinni á eftir en ekki öfugt. Meðal þess sem er boðið upp á í Afternoon tei eru enskar skonsur, kannski alveg ekki eins og þessar hér en góóóððar.

Enskar skonsur

100 g rúsínur

3 msk romm

125 g mjúkt smjör

125 sykur

2 egg

250 g hveiti

1 teeskeið lyftiduft

smá negull

rifinn börkur af einni sítrónu

 

Flósykur til að strá yfir.

Verða ca. 100 stykki.

Leggið rúsínurnar í bleyti í romminu í 20 mín. Þeytið saman smjöri, sykri og eggjum vel saman. Blandið saman við hveiti og öðru efni saman við, rommrúsínunum síðast. Hitið ofninn  í 200°, setjið deigið á með hjálp tveggja teeskeiða í litla hauga, ekki of þétt því þeir renna aðeins út. Bakið í 8 mínútur, eða þar til þær eru aðeins farnar að taka lit. Þegar kökurnar eru kólnaðar er flórsykri stráð yfir og þeim raðað í kökubox. Ég set alltaf lag af smjörpappír á milli hæða.

Þessar kökur eru algjört lostæti með kaffinu, mjúkar en mjög bragðgóðar og einfaldar í gerð!

skonsur-enskar gæsapartýskonsur-enskar Gæsir gæsun gæsapartý gæsaveisla

Auglýsing

1 athugasemd

  1. hahaha ég las verð ca 100 kr stykkið, og hugsaði: jæja, þá er Albert kominn í möndluhveitið 😉

    En mjög girnilegt, ætla að prófa þessar einhverntíma!

Comments are closed.