Enskar skonsur

Enskar skonsur

Enskar skonsur. Nokkrum sinnum hef ég farið í Afternoon Tea í Lundúnum – það er eftirminnileg upplifun sem mæla má með. Þar eru ýmsar óskrifaðar reglur sem gestum ber að fara eftir, t.d. á ekki að skera skonsuna með hníf heldur snúa hana í tvennt (eða brjóta). Síðan er byrjað neðst á þriggja hæða diskinum og endað á efsta diski. Þá er talið æskilegt að hella teinu fyrst í bollan (ekki meira en 2/3) og mjólkinni á eftir en ekki öfugt. Meðal þess sem er boðið upp á í Afternoon tei eru enskar skonsur, kannski alveg ekki eins og þessar hér en góóóððar.

Enskar skonsur

100 g rúsínur

3 msk romm

125 g mjúkt smjör

125 sykur

2 egg

250 g hveiti

1 teeskeið lyftiduft

smá negull

rifinn börkur af einni sítrónu

 

Flósykur til að strá yfir.

Verða ca. 100 stykki.

Leggið rúsínurnar í bleyti í romminu í 20 mín. Þeytið saman smjöri, sykri og eggjum vel saman. Blandið saman við hveiti og öðru efni saman við, rommrúsínunum síðast. Hitið ofninn  í 200°, setjið deigið á með hjálp tveggja teeskeiða í litla hauga, ekki of þétt því þeir renna aðeins út. Bakið í 8 mínútur, eða þar til þær eru aðeins farnar að taka lit. Þegar kökurnar eru kólnaðar er flórsykri stráð yfir og þeim raðað í kökubox. Ég set alltaf lag af smjörpappír á milli hæða.

Þessar kökur eru algjört lostæti með kaffinu, mjúkar en mjög bragðgóðar og einfaldar í gerð!

skonsur-enskar gæsapartýskonsur-enskar Gæsir gæsun gæsapartý gæsaveisla

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma. Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og "sparilegar", En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður "sparilega" en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.

Döðluterta – dásamlega góð

Döðluterta

Döðluterta. Kata vinkona mín er einstaklega glaðleg og „elegant“ kona, sem vílar ekki hlutina fyrir sér, enda leikur allt í höndunum á henni, þar á meðal matargerð. Af henni hef ég þegið ýmis góð ráð og frá henni er þessi lauflétta döðluterta ættuð.

Til hátíðabrigða er tilvalið að skella í þessa fínu köku, sem er bæði létt og „elegant“, eins og Kata sjálf! Og ekki verður sagt að þeyttur rjómi eða góður ís spilli ánægjunni ...