Enskar skonsur

Enskar skonsur

Enskar skonsur. Nokkrum sinnum hef ég farið í Afternoon Tea í Lundúnum – það er eftirminnileg upplifun sem mæla má með. Þar eru ýmsar óskrifaðar reglur sem gestum ber að fara eftir, t.d. á ekki að skera skonsuna með hníf heldur snúa hana í tvennt (eða brjóta). Síðan er byrjað neðst á þriggja hæða diskinum og endað á efsta diski. Þá er talið æskilegt að hella teinu fyrst í bollan (ekki meira en 2/3) og mjólkinni á eftir en ekki öfugt. Meðal þess sem er boðið upp á í Afternoon tei eru enskar skonsur, kannski alveg ekki eins og þessar hér en góóóððar.

Enskar skonsur

100 g rúsínur

3 msk romm

125 g mjúkt smjör

125 sykur

2 egg

250 g hveiti

1 teeskeið lyftiduft

smá negull

rifinn börkur af einni sítrónu

 

Flósykur til að strá yfir.

Verða ca. 100 stykki.

Leggið rúsínurnar í bleyti í romminu í 20 mín. Þeytið saman smjöri, sykri og eggjum vel saman. Blandið saman við hveiti og öðru efni saman við, rommrúsínunum síðast. Hitið ofninn  í 200°, setjið deigið á með hjálp tveggja teeskeiða í litla hauga, ekki of þétt því þeir renna aðeins út. Bakið í 8 mínútur, eða þar til þær eru aðeins farnar að taka lit. Þegar kökurnar eru kólnaðar er flórsykri stráð yfir og þeim raðað í kökubox. Ég set alltaf lag af smjörpappír á milli hæða.

Þessar kökur eru algjört lostæti með kaffinu, mjúkar en mjög bragðgóðar og einfaldar í gerð!

skonsur-enskar gæsapartýskonsur-enskar Gæsir gæsun gæsapartý gæsaveisla

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna. Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

Bananabrauð Boga

Bananabrauð Boga. Svo skemmtilega vildi til að Bogi var nýbúinn að baka bananabrauð þegar við birtumst um daginn. Við mathákarnir tókum hressilega til matar(brauðs) okkar..