Enskar skonsur

Enskar skonsur

Enskar skonsur. Nokkrum sinnum hef ég farið í Afternoon Tea í Lundúnum – það er eftirminnileg upplifun sem mæla má með. Þar eru ýmsar óskrifaðar reglur sem gestum ber að fara eftir, t.d. á ekki að skera skonsuna með hníf heldur snúa hana í tvennt (eða brjóta). Síðan er byrjað neðst á þriggja hæða diskinum og endað á efsta diski. Þá er talið æskilegt að hella teinu fyrst í bollan (ekki meira en 2/3) og mjólkinni á eftir en ekki öfugt. Meðal þess sem er boðið upp á í Afternoon tei eru enskar skonsur, kannski alveg ekki eins og þessar hér en góóóððar.

Enskar skonsur

100 g rúsínur

3 msk romm

125 g mjúkt smjör

125 sykur

2 egg

250 g hveiti

1 teeskeið lyftiduft

smá negull

rifinn börkur af einni sítrónu

 

Flósykur til að strá yfir.

Verða ca. 100 stykki.

Leggið rúsínurnar í bleyti í romminu í 20 mín. Þeytið saman smjöri, sykri og eggjum vel saman. Blandið saman við hveiti og öðru efni saman við, rommrúsínunum síðast. Hitið ofninn  í 200°, setjið deigið á með hjálp tveggja teeskeiða í litla hauga, ekki of þétt því þeir renna aðeins út. Bakið í 8 mínútur, eða þar til þær eru aðeins farnar að taka lit. Þegar kökurnar eru kólnaðar er flórsykri stráð yfir og þeim raðað í kökubox. Ég set alltaf lag af smjörpappír á milli hæða.

Þessar kökur eru algjört lostæti með kaffinu, mjúkar en mjög bragðgóðar og einfaldar í gerð!

skonsur-enskar gæsapartýskonsur-enskar Gæsir gæsun gæsapartý gæsaveisla

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.