Sítrónukaka með chiafræjum

Sitronukaka með chiafraejum chia kaka formkaka chiabrauð formbrauð
Sítrónukaka með chiafræjum

Sítrónukaka með chiafræjum. Hvorki mjólkurafurðir né egg eru í þessari köku. Hér gera chiafræjin sama hlutverk og egg.

Sítrónukaka með chiafræjum

2 b heilhveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1 msk chia fræ

1/2 b góð olía

1/3 b mable síróp

1/4 b vatn, eða rúmlega það

2 msk rifinn sítrónubörkur

1 msk sítrónusafi

Blandið saman í skál hveiti, matarsóda, lyftidufti, salti og chia fræjum. Setjið í aðra skál olíu, síróp, vatn, sítrónusafa og sítrónubörk, blandið saman. Blandið vökvanum og þurrefnunum saman. Bakið í um 30 mín við 170°

Hvolfið á fat og stráið flórsykri yfir í gegnum sigti. berið fram með þeyttum rjóma

Ath. að kakan á myndinni er úr tvöfaldri uppskrift

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017. Við áramót er áhugavert að horfa um öxl, taka stöðuna um leið og horft er fram á veginn. Umferð um alberteldar.com hefur aldrei verið meiri og í ár var enn eitt metið slegið. Við Bergþór og Bragi héldum áfram að skrifa um veitingahús og eitt af markmiðum ársins var að fá 52 gesti til að elda fyrir bloggið, þetta gekk eftir og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Af öðrum skrifum hér á síðunni voru borðsiðafærslur mikið skoðaðar og ársgamall topp tíu listinn stendur enn fyrir sínu

Um leið og ég þakka fyrir árið og óska ykkur alls hins besta á nýju ári er hér listinn yfir tíu vinsælustu uppskrifirnar árið 2017

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

 

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og svo fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com

Fyrri færsla
Næsta færsla