Sítrónukaka með chiafræjum. Hvorki mjólkurafurðir né egg eru í þessari köku. Hér gera chiafræjin sama hlutverk og egg.
Sítrónukaka með chiafræjum
2 b heilhveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 msk chia fræ
1/2 b góð olía
1/3 b mable síróp
1/4 b vatn, eða rúmlega það
2 msk rifinn sítrónubörkur
1 msk sítrónusafi
Blandið saman í skál hveiti, matarsóda, lyftidufti, salti og chia fræjum. Setjið í aðra skál olíu, síróp, vatn, sítrónusafa og sítrónubörk, blandið saman. Blandið vökvanum og þurrefnunum saman. Bakið í um 30 mín við 170°
Hvolfið á fat og stráið flórsykri yfir í gegnum sigti. berið fram með þeyttum rjóma
Ath. að kakan á myndinni er úr tvöfaldri uppskrift