Sítrónukaka með chiafræjum

Sitronukaka með chiafraejum chia kaka formkaka chiabrauð formbrauð
Sítrónukaka með chiafræjum

Sítrónukaka með chiafræjum. Hvorki mjólkurafurðir né egg eru í þessari köku. Hér gera chiafræjin sama hlutverk og egg.

Sítrónukaka með chiafræjum

2 b heilhveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

1 msk chia fræ

1/2 b góð olía

1/3 b mable síróp

1/4 b vatn, eða rúmlega það

2 msk rifinn sítrónubörkur

1 msk sítrónusafi

Blandið saman í skál hveiti, matarsóda, lyftidufti, salti og chia fræjum. Setjið í aðra skál olíu, síróp, vatn, sítrónusafa og sítrónubörk, blandið saman. Blandið vökvanum og þurrefnunum saman. Bakið í um 30 mín við 170°

Hvolfið á fat og stráið flórsykri yfir í gegnum sigti. berið fram með þeyttum rjóma

Ath. að kakan á myndinni er úr tvöfaldri uppskrift

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka. Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu."

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum. Mikið óskaplega eru rauðrófur góðar. Í gamla daga lét maður þessar niðursoðnu frá Ora sér vel líka á jólunum, að vísu sauð móðir mín stundum niður rauðrófur fyrir jólin ef við systkinin (aðallega ég) suðuðum í henni.... En nú er öldin önnur, hægt að fá rauðrófur allan ársins hring og þær eru ekki aðeins látnar á borðið niðursoðnar eins og var. Eflaust er gott að setja eins og eina matskeið af sýrðum rjóma á hvern súpudisk.

Punjabi kjúklingur

Indverskur Punjabi kjúklingur. Áhugavert að prófa rétti frá fjarlægum löndum, þeir sem vilja sterkan mat mega gjarnan bæta við kryddi. Kjúklingarétturinn er ægigóður og alls ekki sterkur...

Fyrri færsla
Næsta færsla