
Speltbrauð
Speltbrauð sem er einfalt að útbúa og svo er það hollt og bragðgott.
— BRAUÐ — SPELT — FÖSTUDAGSKAFFI —
.
Speltbrauð
5 dl spelt
1 dl (glútenlaust) haframjöl
2 dl fræ (sólblóma, graskers, hörfræ, sesam) eða kókosmjöl
1,5 msk vínsteinslyftiduft
1 tsk salt
4 dl vatn (getur þurft aðeins meira eða minna).
Blandið öllu varlega saman með sleif (ekki hræra of mikið) og bakið í ca. 50 mín við 175° Deigið á að vera frekar blautt en ekki þannig að það leki af sleifinni. En heldur ekki þurrt eins og þegar maður hnoðar deigið.
— BRAUÐ — SPELT — FÖSTUDAGSKAFFI —
.
