Auglýsing

Sítrónukjúklingur rósmarín extragon timían kjúlli sítrónur

Sítrónukjúklingur. Uppskriftina fékk ég senda fyrir löngu með fallegum lýsingum, þar segir að þetta sé alveg pottþéttur réttur sem allir elska. Því miður gleymdi ég að skrá hjá mér hver sendi mér uppskriftina en þetta er alveg pottþéttur réttur 🙂

Sítrónukjúklingur

100 g smjör, lint

börkur og safi úr einni sítrónu

1 tsk rósmarín

1 tsk estragon

1 tsk timian

salt og pipar

5 kjúklingabitar

kartöflur (sætar og venjulegar)

1 laukur

1 sellerýstöngull

3-4 gulrætur

3-4 msk góð olía

Búið til sítrónusmjör með því að blanda saman smjöri, sítrónuberki, sítrónusafa og kryddum. Setjið sítrónusmjörið undir skinnið á kjúklingabitunum. Skerið gróft niður kartöflur, lauk, sellerý og gulrætur og setjið í eldfast form. Hellið olíu yfir. Leggið kjúklinginn ofan á og eldið við um 150° í amk klukkustund eða þar til kjúklingurinn eru gegnsteiktur.

Auglýsing