Naan brauð

Naan braud
Naan brauð

Naan brauð. Öndvegispiltarnir Pétur Oddbergur og Bjarni stunda söngnám í Niðurlöndum og fara hamörum í eldhúsinu ens og algengt er um söngvara. Um daginn birtist hér uppskrift að asískri kjúklingasúpu, með súpunni báru þeir á borð naan brauð

Naan brauð

1 tsk ger
2 tsk sykur
2 b hveiti
1 tsk salt
1/5 tsk lyftiduft
3 msk jógúrt (eða AB mjólk)
2 msk ólívuolía
1 tsk kúmen
Bráðið smjör til að bera á brauðið

1. Látið ger, 1 tsk sykur og 200 ml volgt vatn, gerjast í 10 mín. eða þangað til froða hefur myndast í vatninu.

2. Á meðan skal setja sigtað hveiti, salt, 1 tsk af sykri og lyftiduft í stóra, djúpa skál.

3. Þegar vatnið og gerið er orðið froðukennt skal bæta jógúrtinu og ólívuolíunni í glas auk kúmeninu og hræra saman. Öllu er síðan blandað saman í stóru skálinu.  Deigið gæti reynst skorta hveiti en það á að vera pínu slímkennt ef vel hefur tekist til.

4. Því næst má byrja að rúlla út. Gott er að hafa tvær skálar, eina með hveiti og hina með vatni. Deigið verður mjög slímugt og mjúkt. Skiptið niður í 6 bollur og rúllið út eins og þið viljið að brauðin líti út.

5. Bakið á heitri pönnu í ca. 1 mín. hvora hlið, það á að vera brennt og helst með loftbólum í.

Petur OddbergurBjarni Gudmundsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.