Auglýsing
supa Asísk kjúklingasúpa Bjarni Guðmundsson og Pétur Oddbergur
Asísk kjúklingasúpa

Asísk kjúklingasúpa. Heiðurssöngpiltarnir Bjarni Guðmundsson og Pétur Oddbergur ala manninn í Niðurlöndum við leik og (eldhús)störf. Þeir vöktu athygli í sumar þegar þeir fóru vítt um landið með söngkvartettinum Olgu og stefna á frekari landvinninga. „Við félagarnir eldum reglulega saman og það sem okkur finnst mjög gott að elda er eitthvað sem tengist Asíu á einn eða annan hátt. Bjarni hefur eldað súpu í mjög svipuðum stíl nokkrum sinnum og því tókum við okkur saman, fundum uppskrift og löguðum hana til eftir okkar þörfum. Súpan bragðast mjög vel, fer mjög vel í maga og getum við svo sannarlega mælt með henni. Við vonum að þið eigið eftir að njóta vel.“ Þess má geta að Bjarni og Pétur hafa áður komið við sögu hér því fyrir um ári bökuðu þeim Daim- og bountytoppa og deildu með lesendum. Með súpunni bökuðu þeir piltar naan brauð.

Asisk kjuklingasupa Asísk kjúklingasúpa
Asísk kjúklingasúpa

Asísk kjúklingasúpa með hrísgrjónanúðlum fyrir 4

Auglýsing

600 g kjúklingur, skorinn niður í litla bita

2 msk fiskisósa

1 msk sojasósa

2 msk limesafi (eða 1 stk limelauf)

1 teningur kjúklingakraftur

2 msk rifið engifer

2 hvítlauksrif, söxuð

250 g hrísgrjónanúðlur (auðvelt að sjóða meira ef magnið dugar ekki)

500 ml vatn

500-600 ml kókosmjólk án sætuefna

1 stk meðalstórt chilli, fræhreinsað og skorið þversum í litla strimla

Handfylli saxað ferskt kóríander

3 skarlottulaukar, skornir í fernt

1 stk rauð paprika, skorin í mjög þunnar og langar sneiðar

6 sveppir, saxaðir

Baunaspírur

1-2 gulrætur, saxaðar

1 stk. sellerístilkur, saxaður

1. Sjóðið vatn, skellið núðlunum í sjóðandi vatnið þangað til núðlur eru orðnar mjúkar. Tæmið núðlur í sigti og skolið með köldu vatni til að soppa suðu á núðlunum. Geymið meðan súpan er matreidd.

2. Setjið teningana og 500 ml. (250 ml á móti 1 teningi) af vatni í pott og hitið þangað til suða kemur upp. Þá ættu teningarnir að vera búnir að leysast upp. Bætið út í engiferinu, hvítlauknum, skarlottulauknum, sojasósunni, limesafanum eða laufunum, chillíinu og sjóðið í 5 mín.

3. Bætið kjúklingnum, selleríinu og gulrótunum við, látið suðu koma upp og lækkið aðeins undir og látið malla í 5-7 mín.

4. Bætið síðan við sveppunum og látið malla í örfáar mín. (2-3 mín.)

5. Lækkið undir enn meira og bætið kókósmjólkinni og fiskisósunni út í. Hrærið vel. Smakkið til, oft getur verið gott að bæta smá púðursykri, hunangi eða agavesírópi til að gera súpuna sætari.
Gott að hafa í huga:
a.) Meira salt = meiri fiskisósa
b.) Minna salt = meiri limesafi
c.) Of sterk = meiri kókosmjólk

Borið fram þannig að passlegum skammti af núðlum er komið fyrir í skól, súpunni hellt yfir, stráið síðan baunaspírunum, paprikunni og fersku kóríander yfir. Að lokum er gott að hella smá limesafa yfir.

Bjarni GudmundssonPetur Oddbergur

2 athugasemdir

  1. Mjööög góða súpa. Það vantar þó magnið af hvítlauk inn í uppskriftina, ég lét tvo geira og það kom fínt út.

Comments are closed.