Naan brauð

Naan braud
Naan brauð

Naan brauð. Öndvegispiltarnir Pétur Oddbergur og Bjarni stunda söngnám í Niðurlöndum og fara hamörum í eldhúsinu ens og algengt er um söngvara. Um daginn birtist hér uppskrift að asískri kjúklingasúpu, með súpunni báru þeir á borð naan brauð

Naan brauð

1 tsk ger
2 tsk sykur
2 b hveiti
1 tsk salt
1/5 tsk lyftiduft
3 msk jógúrt (eða AB mjólk)
2 msk ólívuolía
1 tsk kúmen
Bráðið smjör til að bera á brauðið

1. Látið ger, 1 tsk sykur og 200 ml volgt vatn, gerjast í 10 mín. eða þangað til froða hefur myndast í vatninu.

2. Á meðan skal setja sigtað hveiti, salt, 1 tsk af sykri og lyftiduft í stóra, djúpa skál.

3. Þegar vatnið og gerið er orðið froðukennt skal bæta jógúrtinu og ólívuolíunni í glas auk kúmeninu og hræra saman. Öllu er síðan blandað saman í stóru skálinu.  Deigið gæti reynst skorta hveiti en það á að vera pínu slímkennt ef vel hefur tekist til.

4. Því næst má byrja að rúlla út. Gott er að hafa tvær skálar, eina með hveiti og hina með vatni. Deigið verður mjög slímugt og mjúkt. Skiptið niður í 6 bollur og rúllið út eins og þið viljið að brauðin líti út.

5. Bakið á heitri pönnu í ca. 1 mín. hvora hlið, það á að vera brennt og helst með loftbólum í.

Petur OddbergurBjarni Gudmundsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pistasíusmákökur

Pisasiusmakokur

Pistasíusmákökur. Þegar ég kom heim úr vinnunni lagði bakstursilminn úr á götu, Bergþór minn stóð í stórræðum og bakaði pistasíusmákökur að miklum móð til að bjóða sameikurum sínum í Borgarleikhúsinu upp á að lokinni sýningu í kvöld.

Borðum möndlur og hnetur

Valhnetur Omega 3

HNETUR OG MÖNDLUR  eru hollustufæði.. Rannsókn var gerð á heilsufari 86.016 hjúkrunarfræðinga, yfir 14 ára tímabil. Þessi rannsókn leyddi í ljós að þær sem að borðuðu lúkufylli af hnetum á dag, fimm daga vikunnar, drógu verulega úr líkum þess að fá hjartasjúkdóma. Tíðni dauðsfalla vegna þeirra lækkaði um 35% í hópi þeirra hjúkrunarfræðinga sem borðuðu þetta magn af hnetum og einnig var líkamsvigt þeirra lægri en þeirra sem að ekki borðuðu hnetur.