Enskar scones/skonsur

Enskar scones/skonsur afternoon tea high tea síðdegiste te enskt enskur siður
Enskar scones/skonsur

Enskar scones/skonsur

Eins og glöggir áhorfendur Stöðvar tvö tóku eftir var Sindri í Heimsókn á dögunum. Honum var boðið uppá sýnishorn af ensku afternoon tei. Íslenskar skonsur og enskar scones er ekki alveg það sama. Veit ekki hvort er til gott íslenskt orð yfir scones.

Enskar scones/skonsur

280 g hveiti

1 msk lyftiduft

1/4 tsk salt

50 g smjör

1 egg

5 msk mjólk

egg til penslunar.

Hitið ofn í 220°C. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál. Skerið smjör í bita og myljið saman við. Gerið holu í miðjuna og setjið egg og mjólk í hana. Vinnið þurrefnin saman við, takið úr skálinni og eltið þar til deigið helst vel saman.

Breiðið út með kökukefli, u.þ.b. 1 cm þykkt og skerið með fremur litlu glasi. Penslið með þeyttu eggi. Setjið á bökunarpappír á plötu, fremur þétt, bollurnar lyfta sér talsvert, en fletjast ekki út.

Bakið í 8-12 mín. eftir ofni.

Berið með sultuhlaup og staðgengil fyrir „clotted cream“, sem getur verið þeyttur mascarpone eða rjómaostur með svolitlum rjóma.

Enskar scones skonsur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Apótekið restaurant – jólamatseðill á aðventu

Apótekið – jólamatseðill á aðventu

Apótekið restaurant – jólamatseðill á aðventu. Nú virðast gömlu jólahlaðborðin vera að renna sitt skeið og veitingahús hafa útbúið matseðla þar sem réttirnir eru bornir á borðið. Við brugðum okkur á Apótekið í slíka hádegisveislu og urðum ekki sviknir.

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði – verðlaunasmákökur

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði. Núna vorum við að koma frá því að dæma hina árlega smákökusamkeppni starfsfólks Íslensku lögfræðistofunnar. Í fyrra var það Eggert sem sigraði með Appelsínunibbum og árið þar áður urðu Appelsínublúndur Svanvhítar Yrsu í fyrsta sæti. Þar er gríðarlegur metnaður og góðlátleg samkeppni meðal starfsfólksins. Fyrir utan að keppa í bestu smákökunni voru einnig veitt verðlaun fyrir fallegustu framsetninguna.

Við Bergþór fáum árlega með okkur gestadómara og í ár var það söngkonan hugprúða Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem dæmdi með okkur.

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017. Við áramót er áhugavert að horfa um öxl, taka stöðuna um leið og horft er fram á veginn. Umferð um alberteldar.com hefur aldrei verið meiri og í ár var enn eitt metið slegið. Við Bergþór og Bragi héldum áfram að skrifa um veitingahús og eitt af markmiðum ársins var að fá 52 gesti til að elda fyrir bloggið, þetta gekk eftir og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Af öðrum skrifum hér á síðunni voru borðsiðafærslur mikið skoðaðar og ársgamall topp tíu listinn stendur enn fyrir sínu

Um leið og ég þakka fyrir árið og óska ykkur alls hins besta á nýju ári er hér listinn yfir tíu vinsælustu uppskrifirnar árið 2017

Fyrri færsla
Næsta færsla