Auglýsing
Enskar scones/skonsur afternoon tea high tea síðdegiste te enskt enskur siður
Enskar scones/skonsur

Enskar scones/skonsur

Eins og glöggir áhorfendur Stöðvar tvö tóku eftir var Sindri í Heimsókn á dögunum. Honum var boðið uppá sýnishorn af ensku afternoon tei. Íslenskar skonsur og enskar scones er ekki alveg það sama. Veit ekki hvort er til gott íslenskt orð yfir scones.

Enskar scones/skonsur

280 g hveiti

1 msk lyftiduft

1/4 tsk salt

50 g smjör

1 egg

5 msk mjólk

egg til penslunar.

Hitið ofn í 220°C. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál. Skerið smjör í bita og myljið saman við. Gerið holu í miðjuna og setjið egg og mjólk í hana. Vinnið þurrefnin saman við, takið úr skálinni og eltið þar til deigið helst vel saman.

Breiðið út með kökukefli, u.þ.b. 1 cm þykkt og skerið með fremur litlu glasi. Penslið með þeyttu eggi. Setjið á bökunarpappír á plötu, fremur þétt, bollurnar lyfta sér talsvert, en fletjast ekki út.

Bakið í 8-12 mín. eftir ofni.

Berið með sultuhlaup og staðgengil fyrir „clotted cream“, sem getur verið þeyttur mascarpone eða rjómaostur með svolitlum rjóma.

Enskar scones skonsur

Auglýsing