Pistasíusmákökur

Pistasíusmákökur

Pistasíusmákökur. Þegar ég kom heim úr vinnunni lagði bakstursilminn úr á götu, Bergþór minn stóð í stórræðum og bakaði pistasíusmákökur að miklum móð til að bjóða sameikurum sínum í Borgarleikhúsinu upp á að lokinni sýningu í kvöld. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að þessar smákökur geymist vel við góðar aðstæður í amk þrjár vikur – en til þess kemur nú varla þar sem það er algjör óþarfi að baka smákökurnar til að geyma þær. Ef smjör er látið vera á borði, verður það ólystugt eftir stuttan tíma. Oft er smjör í smákökum og um þær gildir því það sama. Miklu betra að baka og bjóða einhverum skemmtilegum í kaffi 🙂

Pistasíusmákökur

250 g smjör, mjúkt

2/3 b flórsykur

1/2 tsk vanilluextrakt

1 tsk sítrónubörkur

1/3 b pistasíuhnetur, saxaðar

2 1/4 b hveiti

1/3 b hrísmjöl

1 tsk kardimommudropar

1/2 tsk salt

Þeytið vel saman smjöri, sykri og vanillu, blandið saman við sítrónuberki, pistasíum, hveiti, hrísmjöli, kardimommum og salti og hrærið með sleif. Setjið filmu yfir og geymið í ísskáp í um 30 mín. Mótið kúlur með höndum, u.þ.b. teskeiðarstærð, setjið á bökunarpappírsklædda plötu og bakið í um 15 mín við 170°, en eins og alltaf eru ofnar ákaflega misjafnir og rétt að hafa auga með þeim. Þær renna ekki út, þannig að það má alveg setja nokkuð þétt á plötuna.

Pistasíusmákökur pistasíur smákökur

Pistasíusmákökur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaterta – blátt áfram stórfín

blaberjaterta

Bláberjaterta. Bláber eru andoxunarrík, draga úr bólgum, eru fjörefnarík og bragðgóð - borðum mikið af bláberjum. Ef þið notið frosin ber í kökuna er ágætt að láta þau þiðna að mestu áður en þeim er blandað saman við með sleif.

Óla rúgbrauð

Rúgbrauð með marineraðri síld. Það er nú meira hversu mikill munur er á rúgbrauði og rúgbrauði. Sumt rúgbrauð sem bakað er í bakaríum er ekki étandi vegna sætinda, það þarf næstum því að setja rauðan viðvörunarmiða á nokkrar tegundir.