Pistasíusmákökur

Pistasíusmákökur

Pistasíusmákökur. Þegar ég kom heim úr vinnunni lagði bakstursilminn úr á götu, Bergþór minn stóð í stórræðum og bakaði pistasíusmákökur að miklum móð til að bjóða sameikurum sínum í Borgarleikhúsinu upp á að lokinni sýningu í kvöld. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að þessar smákökur geymist vel við góðar aðstæður í amk þrjár vikur – en til þess kemur nú varla þar sem það er algjör óþarfi að baka smákökurnar til að geyma þær. Ef smjör er látið vera á borði, verður það ólystugt eftir stuttan tíma. Oft er smjör í smákökum og um þær gildir því það sama. Miklu betra að baka og bjóða einhverum skemmtilegum í kaffi 🙂

Pistasíusmákökur

250 g smjör, mjúkt

2/3 b flórsykur

1/2 tsk vanilluextrakt

1 tsk sítrónubörkur

1/3 b pistasíuhnetur, saxaðar

2 1/4 b hveiti

1/3 b hrísmjöl

1 tsk kardimommudropar

1/2 tsk salt

Þeytið vel saman smjöri, sykri og vanillu, blandið saman við sítrónuberki, pistasíum, hveiti, hrísmjöli, kardimommum og salti og hrærið með sleif. Setjið filmu yfir og geymið í ísskáp í um 30 mín. Mótið kúlur með höndum, u.þ.b. teskeiðarstærð, setjið á bökunarpappírsklædda plötu og bakið í um 15 mín við 170°, en eins og alltaf eru ofnar ákaflega misjafnir og rétt að hafa auga með þeim. Þær renna ekki út, þannig að það má alveg setja nokkuð þétt á plötuna.

Pistasíusmákökur pistasíur smákökur

Pistasíusmákökur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.