Pistasíusmákökur

Pistasíusmákökur

Pistasíusmákökur. Þegar ég kom heim úr vinnunni lagði bakstursilminn úr á götu, Bergþór minn stóð í stórræðum og bakaði pistasíusmákökur að miklum móð til að bjóða sameikurum sínum í Borgarleikhúsinu upp á að lokinni sýningu í kvöld. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að þessar smákökur geymist vel við góðar aðstæður í amk þrjár vikur – en til þess kemur nú varla þar sem það er algjör óþarfi að baka smákökurnar til að geyma þær. Ef smjör er látið vera á borði, verður það ólystugt eftir stuttan tíma. Oft er smjör í smákökum og um þær gildir því það sama. Miklu betra að baka og bjóða einhverum skemmtilegum í kaffi 🙂

Pistasíusmákökur

250 g smjör, mjúkt

2/3 b flórsykur

1/2 tsk vanilluextrakt

1 tsk sítrónubörkur

1/3 b pistasíuhnetur, saxaðar

2 1/4 b hveiti

1/3 b hrísmjöl

1 tsk kardimommudropar

1/2 tsk salt

Þeytið vel saman smjöri, sykri og vanillu, blandið saman við sítrónuberki, pistasíum, hveiti, hrísmjöli, kardimommum og salti og hrærið með sleif. Setjið filmu yfir og geymið í ísskáp í um 30 mín. Mótið kúlur með höndum, u.þ.b. teskeiðarstærð, setjið á bökunarpappírsklædda plötu og bakið í um 15 mín við 170°, en eins og alltaf eru ofnar ákaflega misjafnir og rétt að hafa auga með þeim. Þær renna ekki út, þannig að það má alveg setja nokkuð þétt á plötuna.

Pistasíusmákökur pistasíur smákökur

Pistasíusmákökur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu. Sómafólkið Kristján og Ragna búa á Laugum í Reykjadal og starfa þar við Framhaldsskólann. Á ferðalagi okkar Bergþórs og tengdapabba um Norðurland buðu þau okkur til hádegisverðar, undurgóða sætkartöflusúpu og fjölbreyttar óhefðbundnar snittur. Allt þetta bragðaðist vel, alveg einstaklega vel.

SaveSave

SaveSave

Essensia – veitingahús

Essensia dscf3801 Essensia dscf3776 

Essensia - Veitingahúsið Essensia á Hverfisgötu stimplar sig strax hressilega inn í veitingahúsaflóru höfuðborgarinnar svo eftir er tekið. Faglega að öllu staðið og hinn ítalski sunnan blær staðarins er kærkomin viðbót í fjölbreyttri matarborg sem Reykjavík er. Klassískir suðrænir bragðgóðir réttir einkenna staðinn. Réttir sem gestir geta deilt og eru hvattir til að deila. Enn ein úrvalsrósin í hnappagat Hákons Más Örvarssonar.

Portúgalskur piri piri kjúklingur

Portúgalskur piri piri kjúklingur. Kjartan Smári og Hildigunnur buðu upp á afar hressandi kjúklingarétt í portúgölsku  Pálínu-matarboði. Í staðinn fyrir kjúklingavængi má nota aðra kjúklingabita. Eldunartíminn hér að neðan miðast við vængi.