Mexíkóskur saltfiskur

Saltfiskur Mexíkó mexíkóskur kartöflur ólífur tómatar lárviðarlauf
Mexíkóskur saltfiskur

Mexíkóskur saltfiskur

Í sumum löndum er fiskur á borðum á jólum, með hækkandi fiskverði og minnkandi fiskáti gæti þróunin orðið sú hér á landi. Það gerist þó varla í bráð. Hér er ljómandi góður mexíkóskur saltfiskréttur sem vert er að prófa og gæti sómt bæði sem forréttur (um jólin) eða aðalréttur.

SALTFISKURMEXÍKÓJÓLIN

.

Mexíkóskur saltfiskur

800 g útvatnaður saltfiskur

1 laukur

3 hvítlauksrif

1/2 b góð olía

chili

800 g tómatar

1 lárviðarlauf

1 væn tsk kanill

pipar

1 rauð paprika, söxuð gróft

1/2 b möndlur, saxaðar

1/4 b rúsínur

1/4 b ólífur

1 msk kapers

500 g soðnar kartöflur

steinselja

salt – ef þarf.

Sjóðið fiskinn og hellið af honum soðinu. Saxið lauk og hvítlauk og léttsteikið í olíunni. Kryddið með chili, kanil og pipar. Bætið við papriku, möndlum, rúsínum, ólífum og kapers, hrærið vel saman – slökkvið undir. Skerið gróft tómata og kartöflur og bætið saman við og veltið varlega á pönnunni.

Setjið blönduna á fat eða diska, látið fiskinn yfir í litlum bitum og loks steinselju.

SALTFISKURMEXÍKÓJÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

High Tea hjá Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

High Tea hjá Marentzu á Kjarvalsstöðum. Marentza Poulsen er búin að taka kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í gegn og breyta mikið. Allt er það nú hið glæsilegasta. Svo er frúin, eins og kunnugt, mjög fær í öllum veitingum, hvort sem það eru matarveislur eða kaffimeðlæti. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum hægt að fá High tea að að enskum sið - það sem einnig er nefnt Afternoon Tea. Við vorum hjá henni á dögunum til að smakka herlegheitin og það verður enginn svikinn - því get ég lofað ykkur.

Hreyfing, félagsleg þörf og næring

Hreyfing, félagsleg þörf og næring. Það að lifa góðum lífsstíl er val hvers og eins. Við getum valið það að fara í veislu til að njóta þess að hitta fólk og passa okkur að borða ekki óhóflega. Göngutúr getur bætt andlega líðan og verið góð næring hvort sem við veljum það að fara ein út eða með alla fjölskylduna. Það eru ótal gönguleiðir til hvar sem við erum á landinu. Njótum þess að skipuleggja skemmtilega göngur og samverustundir. Einfaldar lausnir eins og drekka nóg vatn, borða grænmeti og ávexti og hreyfa sig daglega, eins og hentar okkur best, í sundi, á hjóli, í líkamsræktarstöð o.s.frv., er góð byrjun á bættum lífsstíl.  

Gulrótarhummus Diddúar

Gulrótarhummus Diddúar. Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir bauð heim á dögunum, þegar Diddú býður heim þá er veisla - stórveisla og mikið af öllu og eins gott að mæta ekki þangað saddur. Ég byrjaði á því að ganga á Esjuna og þaðan inn í Mosfellsdalinn til Diddúar. Þegar þangað var komið var ég auðvitað banhungraður :)

Apríkósuchutney

Apríkósuchutney 

Apríkósuchutney. Með ostum og kexi er ágætt að hafa apríkósuchutney í staðinn fyrir vínber - eða hafa vinberin líka. Chutneyið er kjörið með kjötréttum og indverskum mat

Fyrri færsla
Næsta færsla