Mexíkóskur saltfiskur

Saltfiskur Mexíkó mexíkóskur kartöflur ólífur tómatar lárviðarlauf
Mexíkóskur saltfiskur

Mexíkóskur saltfiskur

Í sumum löndum er fiskur á borðum á jólum, með hækkandi fiskverði og minnkandi fiskáti gæti þróunin orðið sú hér á landi. Það gerist þó varla í bráð. Hér er ljómandi góður mexíkóskur saltfiskréttur sem vert er að prófa og gæti sómt bæði sem forréttur (um jólin) eða aðalréttur.

SALTFISKURMEXÍKÓJÓLIN

.

Mexíkóskur saltfiskur

800 g útvatnaður saltfiskur

1 laukur

3 hvítlauksrif

1/2 b góð olía

chili

800 g tómatar

1 lárviðarlauf

1 væn tsk kanill

pipar

1 rauð paprika, söxuð gróft

1/2 b möndlur, saxaðar

1/4 b rúsínur

1/4 b ólífur

1 msk kapers

500 g soðnar kartöflur

steinselja

salt – ef þarf.

Sjóðið fiskinn og hellið af honum soðinu. Saxið lauk og hvítlauk og léttsteikið í olíunni. Kryddið með chili, kanil og pipar. Bætið við papriku, möndlum, rúsínum, ólífum og kapers, hrærið vel saman – slökkvið undir. Skerið gróft tómata og kartöflur og bætið saman við og veltið varlega á pönnunni.

Setjið blönduna á fat eða diska, látið fiskinn yfir í litlum bitum og loks steinselju.

SALTFISKURMEXÍKÓJÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla