Mexíkóskur saltfiskur

Saltfiskur Mexíkó mexíkóskur kartöflur ólífur tómatar lárviðarlauf
Mexíkóskur saltfiskur

Mexíkóskur saltfiskur

Í sumum löndum er fiskur á borðum á jólum, með hækkandi fiskverði og minnkandi fiskáti gæti þróunin orðið sú hér á landi. Það gerist þó varla í bráð. Hér er ljómandi góður mexíkóskur saltfiskréttur sem vert er að prófa og gæti sómt bæði sem forréttur (um jólin) eða aðalréttur.

SALTFISKURMEXÍKÓJÓLIN

.

Mexíkóskur saltfiskur

800 g útvatnaður saltfiskur

1 laukur

3 hvítlauksrif

1/2 b góð olía

chili

800 g tómatar

1 lárviðarlauf

1 væn tsk kanill

pipar

1 rauð paprika, söxuð gróft

1/2 b möndlur, saxaðar

1/4 b rúsínur

1/4 b ólífur

1 msk kapers

500 g soðnar kartöflur

steinselja

salt – ef þarf.

Sjóðið fiskinn og hellið af honum soðinu. Saxið lauk og hvítlauk og léttsteikið í olíunni. Kryddið með chili, kanil og pipar. Bætið við papriku, möndlum, rúsínum, ólífum og kapers, hrærið vel saman – slökkvið undir. Skerið gróft tómata og kartöflur og bætið saman við og veltið varlega á pönnunni.

Setjið blönduna á fat eða diska, látið fiskinn yfir í litlum bitum og loks steinselju.

SALTFISKURMEXÍKÓJÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Spergilkáls salat

Spergilkáls salat. Grænmeti af krossblómaætt svo sem spergilkál, blómkál, næpur, rófur og hvítkál innihalda sérstaklega mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka. Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu."

Fyrri færsla
Næsta færsla