Auglýsing
Saltfiskur Mexíkó mexíkóskur kartöflur ólífur tómatar lárviðarlauf
Mexíkóskur saltfiskur

Mexíkóskur saltfiskur

Í sumum löndum er fiskur á borðum á jólum, með hækkandi fiskverði og minnkandi fiskáti gæti þróunin orðið sú hér á landi. Það gerist þó varla í bráð. Hér er ljómandi góður mexíkóskur saltfiskréttur sem vert er að prófa og gæti sómt bæði sem forréttur (um jólin) eða aðalréttur.

SALTFISKURMEXÍKÓJÓLIN

.

Mexíkóskur saltfiskur

800 g útvatnaður saltfiskur

1 laukur

3 hvítlauksrif

1/2 b góð olía

chili

800 g tómatar

1 lárviðarlauf

1 væn tsk kanill

pipar

1 rauð paprika, söxuð gróft

1/2 b möndlur, saxaðar

1/4 b rúsínur

1/4 b ólífur

1 msk kapers

500 g soðnar kartöflur

steinselja

salt – ef þarf.

Sjóðið fiskinn og hellið af honum soðinu. Saxið lauk og hvítlauk og léttsteikið í olíunni. Kryddið með chili, kanil og pipar. Bætið við papriku, möndlum, rúsínum, ólífum og kapers, hrærið vel saman – slökkvið undir. Skerið gróft tómata og kartöflur og bætið saman við og veltið varlega á pönnunni.

Setjið blönduna á fat eða diska, látið fiskinn yfir í litlum bitum og loks steinselju.

SALTFISKURMEXÍKÓJÓLIN

.

Auglýsing

1 athugasemd

Comments are closed.