Mexíkóskur saltfiskur

Saltfiskur Mexíkó mexíkóskur kartöflur ólífur tómatar lárviðarlauf
Mexíkóskur saltfiskur

Mexíkóskur saltfiskur

Í sumum löndum er fiskur á borðum á jólum, með hækkandi fiskverði og minnkandi fiskáti gæti þróunin orðið sú hér á landi. Það gerist þó varla í bráð. Hér er ljómandi góður mexíkóskur saltfiskréttur sem vert er að prófa og gæti sómt bæði sem forréttur (um jólin) eða aðalréttur.

SALTFISKURMEXÍKÓJÓLIN

.

Mexíkóskur saltfiskur

800 g útvatnaður saltfiskur

1 laukur

3 hvítlauksrif

1/2 b góð olía

chili

800 g tómatar

1 lárviðarlauf

1 væn tsk kanill

pipar

1 rauð paprika, söxuð gróft

1/2 b möndlur, saxaðar

1/4 b rúsínur

1/4 b ólífur

1 msk kapers

500 g soðnar kartöflur

steinselja

salt – ef þarf.

Sjóðið fiskinn og hellið af honum soðinu. Saxið lauk og hvítlauk og léttsteikið í olíunni. Kryddið með chili, kanil og pipar. Bætið við papriku, möndlum, rúsínum, ólífum og kapers, hrærið vel saman – slökkvið undir. Skerið gróft tómata og kartöflur og bætið saman við og veltið varlega á pönnunni.

Setjið blönduna á fat eða diska, látið fiskinn yfir í litlum bitum og loks steinselju.

SALTFISKURMEXÍKÓJÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Milljónabomba – bara ekki nokkur leið að hætta

Milljónabomba

Milljónabomba. Ó þetta er svo góður réttur, einn af þeim sem erfitt er að hætta að borða - þið vitið þegar maður nartar smávegis og svo aðeins meira.... Botninn í þessum undurgóða eftirrétti, sem er alveg milljón, er sá sami og í tiramisu. Munið bara að hafa kaffið sterkt, já og svo er ágætt að hafa mascarpone við stofuhita. Þannig er auðveldara að þeyta hann. Hugsið ykkur ekki tvisvar um, byrjið núna.

Marokkósk appelsínukaka með apríkósum – algjörlega trufluð kaka

Marokkósk appelsínukaka með apríkósum.  Björk Jónsdóttir er af mörgum kunn fyrir tertur sínar og annað kaffimeðlæti. Hún hefur oft komið við sögu á þessu bloggi, hefur oftar en ekki átt uppskriftir á árlegu listunum yfir vinsælustu uppskriftirnar. Má þar nefna Kókosbolludraum og Sítrónuböku með ferskum berjum

Er matarboð framundan? Sex atriði sem gott er að hafa í huga

Borðsiðir og kurteisi taka breytingum með tímanum en hin almenna regla ekki; að taka tillit til annarra. Borðsiðir eru mikilvægir til þess að öllum líði vel hvort sem um er að ræða matarboð í heimahúsi eða málsverð á veitingahúsi.

Létt og gott andrúmsloft eru undirstaða borðsiða, en að auki er ekki verra að hafa hin praktísku atriði á hreinu, svo sem eins og að halda á glasi, hnífapörum og þess háttar, en það kemur samt aldrei í staðinn fyrir aðalatriðið, þ.e. hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft. Hér verður fjallað um praktísku hliðina, það veitir visst öryggi að hafa þessi atriði á hreinu, þau eru einföld, en eins og í öllu öðru, skapar æfingin meistarann.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla