Makkarónuterta Margrétar

Makkarónukaka, Margrét Eggertsdóttir, makkarónur, eftirréttur, rjómi, toblerone, sérrý
Makkarónuterta Margrétar Eggertsdóttur

Makkarónuterta Margrétar Eggertsdóttur

Ókrýnd tertudrottning Íslands, Margrét Eggertsdóttir, altsöngkona, hefur áður verið nefnd á þessari síðu. Hún dreifði uppskriftum ekki endilega um allar jarðir. Hugsanlega var það vegna þess að hún átti erfitt með að gefa upp hlutföll sem voru byggð á tilfinningu, aðrir höfðu kannski ekki töfrakokkatilfinninguna hennar og réttirnir áttu til að verða öðruvísi en fullkomnir og jafnvel ekki eins og hún vildi sérstaklega kenna sig við. Því bauðst hún oft til að baka fyrir fólk og sagðist gera það með vinstri hendinni og hinni út um gluggann. Það voru víst orð að sönnu, hún virtist ekkert hafa fyrir því að galdra fram rétti og tertur sem fólk féll í stafi yfir 🙂 Bergþór var samt nokkuð laginn við að biðja hana um að setja á blað svona sirka hvað hún gerði. Hér er makkarónueftirréttur, sem flestir átu yfir sig af. Svona skrifaði hún þetta upp og einhvern veginn ískrar alltaf húmorinn í gegn, ekki spara neitt voða mikið, les: MIKIÐ, Vel af rjóma, les: MIKIÐ:
Sulla góðu sérrí á rúsínur (ekki spara það neitt voðalega mikið). Mylja makkarónur út í
Brytja suðusúkkulaði, Toblerone (ekki smátt) og perur úr dós og blanda saman við.  Vel af rjóma yfir.

Þetta gengur víst ekki alveg í nútímanum, nú viljum við hafa málin nákvæm og orðalagið aðeins öðruvísi. Þó Margrét vinkona mín, sem ég hitti að vísu bara einu sinni, hafi notað niðursoðnar perur þá held ég að hún fyrirgefi mér þó ég hafi ferskar hér. Makkarónuterta fær að heita áfram makkarónuterta 🙂 og verður að sjálfsögðu kennd við Margréti

MARGRÉT EGGERTSDÓTTIRMAKKARÓNUKÖKURPERURSÉRRÝ

.

Makkarónuterta Margrétar
Makkarónuterta Margrétar

Makkarónuterta Margrétar

1 1/2  dl sérrý

1 dl rúsínur

1 b makkarónur, muldar gróft

1/2 b Toblerone, brytjað gróft

3 ferskar perur, flysjaðar og skornar frekar gróft.

1/2 l rjómi.

Hellið sérrýinu yfir rúsínurnar og látið bíða í amk 3-4 klst. Bætið við makkarónum, súkkulaði og perum og blandið vel saman. Þeytið rjómann og setjið yfir. Skreytið með rifnu súkkulaði.

Þið megið gjarnan deila þessari dásemdar uppskrift Margrétar á Facebókinni, Pinterest og víðar.

MARGRÉT EGGERTSDÓTTIRMAKKARÓNUKÖKURPERURSÉRRÝ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.