Ofnbakaður lax með sætum kartöflum
Í árlegu fjölskylduboði lögðu allir til veitingar á borðið – allir bjóða öllum í mat sem eru alveg bráðsniðugt fyrirkomulag. Þessi fiskréttur sem var borinn fram með hrísgrjónum og soyasósu vakti lukku. Hann má útbúa með nokkura klukkustunda fyrirvara áður en hann er eldaður. Í fatinu á myndinni er tvöföld uppskrift.
— LAX — FISKUR Í OFNI — OFNBAKAÐUR LAX — FISKRÉTTIR —
.
Ofnbakaður lax með sætum kartöflum
1 flak lax
1/2 sæt kartafla – ca
1 msk kúmmín
1 msk kóríander
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
safi úr 1/2 sítrónu
chili
3 msk góð olía
salt og pipar
Leggið laxaflakið í eldfast form með roðið niður. Rífið niður sætu kartöfluna og setjið í skál. Bætið saman við kúmmíni, kóríander, hvítlauk, sítrónusafa, olíu, salti og pipar. Blandið vel saman. Setjið yfir fiskinn og bakið í 180° heitum ofni í um 20 mín eða þangað til fiskurinn er gegnum steiktur, passið bara að ofsteikja hann ekki.
— LAX — FISKUR Í OFNI — OFNBAKAÐUR LAX — FISKRÉTTIR —
.