Auglýsing
Eplakaka Elínar - mjög góð Eplakaka Elínar – mjög góð eplaterta terta kaka með eplum elín kaffimeðlæti kaka terta desert cake apple epli
Eplakaka Elínar – mjög góð og alveg súper einföld 🙂

Eplakaka Elínar

Svei mér þá, ég held að allar eplakökur sem ég hef smakkað séu góðar. Eins og hinar er þessi líka góð, mjög góð. Já og alveg súper einföld 🙂

.

EPLAKÖKURGRÆN EPLI

.

Eplakaka Elínar

8 græn epli
250 g smjör, við stofuhita
150 g sykur
2 egg
250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
15 möndlur.

Afhýðið eplin, skerið þau í bita og sjóðið í vatni í 3 mín. Hrærið vel saman smjöri og sykri, bætið við eggjum og loks þurrefnunum. Setjið helminginn af deiginu í eldfast form, jafnið því út, setjið soðnu eplin ofan á og loks restina af deiginu með tveimur skeiðum. Saxið möndlurnar gróft og dreifið þeim yfir. Bakið við 180° í um 30 mín.

 

.

EPLAKAKA ELÍNAR

.

Auglýsing