Ofnbakaður lax með sætum kartöflum

Ofnbakaður lax með sætum kartöflum sætar kartöflur FISKUR Í OFNI
Ofnbakaður lax með sætum kartöflum

Ofnbakaður lax með sætum kartöflum

Í árlegu fjölskylduboði lögðu allir til veitingar á borðið – allir bjóða öllum í mat sem eru alveg bráðsniðugt fyrirkomulag. Þessi fiskréttur sem var borinn fram með hrísgrjónum og soyasósu vakti lukku. Hann má útbúa með nokkura klukkustunda fyrirvara áður en hann er eldaður. Í fatinu á myndinni er tvöföld uppskrift.

LAXFISKUR Í OFNIOFNBAKAÐUR LAXFISKRÉTTIR

.

Ofnbakaður lax með sætum kartöflum

1 flak lax

1/2 sæt kartafla – ca

1 msk kúmmín

1 msk kóríander

2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt

safi úr 1/2 sítrónu

chili

3 msk góð olía

salt og pipar

Leggið laxaflakið í eldfast form með roðið niður. Rífið niður sætu kartöfluna og setjið í skál. Bætið saman við kúmmíni, kóríander, hvítlauk, sítrónusafa, olíu, salti og pipar. Blandið vel saman. Setjið yfir fiskinn og bakið í 180° heitum ofni í um 20 mín eða þangað til fiskurinn er gegnum steiktur, passið bara að ofsteikja hann ekki.

Ofnbakaður lax með sætum kartöflum

LAXFISKUR Í OFNIOFNBAKAÐUR LAXFISKRÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínumöndlukaka – yndisleg og ljúf kaka

appelsínumöndluterta

Appelsínumöndlukaka. Þessi ljúfa appelsínumöndlukaka er fljótleg og góð og dásamlegur ylmur fyllir húsið þegar hún er bökuð! Það tekur innan við 15 mín að skella þessu saman og ekki nema hálftíma að baka hana. Hún er allt í senn frískandi en samt svo blíð og rík, flaujelsmjúk en þó svo smá hrjúf..

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu. Sómafólkið Kristján og Ragna búa á Laugum í Reykjadal og starfa þar við Framhaldsskólann. Á ferðalagi okkar Bergþórs og tengdapabba um Norðurland buðu þau okkur til hádegisverðar, undurgóða sætkartöflusúpu og fjölbreyttar óhefðbundnar snittur. Allt þetta bragðaðist vel, alveg einstaklega vel.

SaveSave

SaveSave