Ofnbakaður lax með sætum kartöflum

Ofnbakaður lax með sætum kartöflum sætar kartöflur FISKUR Í OFNI
Ofnbakaður lax með sætum kartöflum

Ofnbakaður lax með sætum kartöflum

Í árlegu fjölskylduboði lögðu allir til veitingar á borðið – allir bjóða öllum í mat sem eru alveg bráðsniðugt fyrirkomulag. Þessi fiskréttur sem var borinn fram með hrísgrjónum og soyasósu vakti lukku. Hann má útbúa með nokkura klukkustunda fyrirvara áður en hann er eldaður. Í fatinu á myndinni er tvöföld uppskrift.

LAXFISKUR Í OFNIOFNBAKAÐUR LAXFISKRÉTTIR

.

Ofnbakaður lax með sætum kartöflum

1 flak lax

1/2 sæt kartafla – ca

1 msk kúmmín

1 msk kóríander

2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt

safi úr 1/2 sítrónu

chili

3 msk góð olía

salt og pipar

Leggið laxaflakið í eldfast form með roðið niður. Rífið niður sætu kartöfluna og setjið í skál. Bætið saman við kúmmíni, kóríander, hvítlauk, sítrónusafa, olíu, salti og pipar. Blandið vel saman. Setjið yfir fiskinn og bakið í 180° heitum ofni í um 20 mín eða þangað til fiskurinn er gegnum steiktur, passið bara að ofsteikja hann ekki.

Ofnbakaður lax með sætum kartöflum

LAXFISKUR Í OFNIOFNBAKAÐUR LAXFISKRÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbara- og eplabaka

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Rabarbara- og eplabaka. Endilega nýtum rabarbarann eins og við getum, það má sulta, gera grauta, baka úr honum (t.d. rabarbarapæ) og ég veit ekki hvað og hvað. Sjálfur frysti ég aldrei rabarbara, mér finnst hann vera afurð sumarsins - hann missir svolítið sjarmann eftir frystinguna.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

High Tea hjá Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

High Tea hjá Marentzu á Kjarvalsstöðum. Marentza Poulsen er búin að taka kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í gegn og breyta mikið. Allt er það nú hið glæsilegasta. Svo er frúin, eins og kunnugt, mjög fær í öllum veitingum, hvort sem það eru matarveislur eða kaffimeðlæti. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum hægt að fá High tea að að enskum sið - það sem einnig er nefnt Afternoon Tea. Við vorum hjá henni á dögunum til að smakka herlegheitin og það verður enginn svikinn - því get ég lofað ykkur.

Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin Carne - Grænmetispottréttur með chili.  Gunna Stína var að tala um mat um daginn (eins og oft áður), meðal annars chili sin carne sem bragðaðist einstaklega vel. Hún útvegaði mér uppskriftina....

Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn. Það eru til óteljandi tegundir og gerðir af pitsum. Arnar Grant einkaþjálfarinn minn, sem er afburða fær á sínu sviði, jákvæður og hvetjandi, nefndi við mig að útbúa blómkálspitsubotn og birta uppskriftina. Satt best að segja kom botninn verulega á óvart, ofan á hann fór síðan hin klassíska pitsusósa, ostur og annað viðeigandi. Að vísu varð minn botn ekki eins stökkur og á „venjulegri" pitsu, etv hefði ég þurft að baka hann aðeins lengur. Pitsan er hins vegar bragðgóð og fer vel í maga. Hentar vel fyrir fólk sem þolir illa hveiti og ger.