Jólakonfekt Fanneyjar

Fanney Sizemore er listakokkur og brallar ýmislegt í eldhúsinu. Auk þess að vera flink í eldhúsinu er hún leikmunavörður Borgarleikhúsins.

FANNEY SIZEMOREKONFEKTJÓLIN

.

 

Fylltir súkkkulaðimolar með piparduftskremi

Súkkulaði að eigin vali, ég var með suðusúkkulaði
Fylling:
50 g lint smjör
1 dl flórsykur
4-5 msk lakkrísduft (Johan Bülow eða Hockey Pulver)
smá rjómi til að þynna með
Smjör og flórsykri er þeytt saman, lakkrísdufti hrært saman við og rjómi til þess að þynna kremið aðeins. Fínt að hafa það aðeins stíft. Þetta er meira eins og krem frekar en fljótandi.
Bræðið súkkulaðið. Sumir kjósa að nota vatnsbað, í örbylgjuofni eða í súkkulaðipotti. Ég aftur á móti nota alltaf hárblásara og finnst það þægilegast. Þá brýt ég súkkulaðið í skál og hita það með hárblásaranum (ekki á hæstu stillingu!). Fínt að skilja eftir 1-2 súkkulaðimola og hræra þeim saman við bráðna súkkulaðið svo það glansi. Bara passa að ekkert vatn blandist saman við súkkulaðið! Bræddu súkkulaði er svo hellt í form að eigin vali, sílkion form eru mjög þægileg. Fyllið alveg formið af súkkulaði, snúið svo mótinu við og hellið úr því. Þá ætti að vera eftir þunn súkkulaðislikja í forminu, forminu skellt í frystinn (t.d gott að fylla annað mót á meðan), formið er tekið úr frysti og fyllingin sett í. Það má setja vel af fyllingunni í, en passa að hún standi ekki uppfyrir formið. Svo er lokað með bræddu súkkulaði, skafið af og skellt í frystinn. Þá er bara að ná molunum úr forminu.

Hvítt súkkulaði með hindberja og lakkrísbragði.

Þessi uppskrift er örlítið breytt frá Sigurbjörgu Rut Hoffritz. Í upprunalegu uppskriftinni var 1 dl af brjóstsykrinum og 1 msk af kókosolíu bætt við. Þá var þetta sett í eldfast mót og svo skorið í bita eftir kælingu.
2 dl hindberja og lakkrísbrjóstsykur mulinn (þessi góði sem fæst í nammibarnum)
1 dl þurrkuð, söxuð trönuberin
300 gr hvítt súkklaði
Súkkulaðið brætt, brjóstsykurinn mulinn (ég notaði poka og hamar, það voru læti en virkar) og trönuberin söxuð. Síðan er öllu blandað saman og sett í lítil muffinsform og kælt.

Marsipanbitar

Marsipan
Núggat
hakkaðar heslihnetur
ljós súkkulaðihjúpur
Núggat skorið í litla bita, marsipan sett utan um og rúllaðar kúlur. Síðan er þessu dýft í brætt súkkulaði og heslihnetunum er stráð yfir. Kælt.

Döðlugott með lakkrís

Þessa uppskrift fann ég á Gulur, rauður, grænn og salt en þá var þetta sett í form og skorið í bita.
500 g döðlur saxaðar smátt
250 g smjör
120 g púðursykur
5-6 bollar rice crispies
400 g rjómasúkkulaði eða ljós hjúpur
2 pokar lakkrískurl
Aðferð
Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykurinn er bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar. Blandið Rice crispies og lakkrískurli saman við. Þarna lét ég þetta standa í skálinni og kólna smá á elshúsborðinu (gerði annað konfekt á meðan). Síðan eru mótaðar kúlur. Ég mæli með því að vera í einnota hönskum því maður þarf að kreysta þær smá til þess að gera kúlur (yfirleitt er þetta gert í formi). Svo lét ég kúlurnar bara kólna aðeins á bökunarpappír á eldhúsborðinu, svo dýfði ég þeim í súkkulaði. Ég skreytti með kökuglimmeri (fæst í Allt í köku og Krónunni t.d.). Ef maður skreytir með glimmeri, þá er ágætt að húða 5 kúlur, og skreyta svo þær 5. Þá sekkur glimmerið ekki ofan í súkkulaðið en er samt fast. Svo er gott að geyma kúlurnar í kæli eftir að þær eru tilbúnar.

FANNEY SIZEMOREKONFEKTJÓLIN

— JÓLAKONFEKT FANNEYJAR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff

Lifrarbuff frá Eskifirði. Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina - hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ....

Mokkaterta

MOkkaterta

Mokkaterta. Sumar tertur verða betri daginn eftir. Áður hef ég nefnt hér að hrátertur verða alltaf betri, svei mér þá. Þessi tera er mun betri daginn eftir og því kjörin fyrir þá sem hafa ekki svo mikinn tíma. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og var annars vegar með Hnetuböku og svo þessa bragðgóðu Mokkatertu - það þarf varla að taka það fram að báðar kláruðust.

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017. Eitt af markmiðum ársins var að birta uppskriftir frá 52 gestabloggurum, þetta gekk eftir og er ég öllu þessu fólki óendanlega þakklátur. Allir höfðu frjálsar hendur. Sumir völdu að halda matarboð á meðan aðrir útbjuggu góðgæti og framreiddu á annan hátt. Það getur vel verið að leikurinn haldi áfram eitthvað fram eftir nýju ári #þaðerbarasvoskemmtilegtaðbjóðasérímatareðakaffiboðogenginleiðaðhættaþví

Hér er topp tíu yfir mest skoðuðu gestabloggarana árið 2017: