Bygg- og kjúklingabaunafylltar paprikur

Bygg- og kjúklingabaunafylltar paprikur dóra Emils listaháskólinn FYLLT PAPRIKA
Bygg- og kjúklingabaunafylltar paprikur.

Bygg- og kjúklingabaunafylltar paprikur.

Þessi uppskrift er, eins og margar aðrar góðar, frá Dóru í Listaháskólanum.

Karrý er ekki sama og karrý, það er eitthvað sem lærist með árunum. Hef ekki tölu á öllum þeim karrýtegundum sem ég hef prófað í gegnum tíðina, vöndum karrývalið. Þar sem allur osturinn kláraðist stráði ég kókosmjöli yfir og bakaði svo.

.

DÓRA EMILS — LISTAHÁSKÓLINNPAPRIKURKJÚKLINGABAUNIR

.

Bygg- og kjúklingabaunafylltar paprikur

1 laukur

5 msk góð olía

3 msk kókosolía

3 hvítlauksrif

1 msk saxað ferskt basil

1 tsk timían

1 tsk gott karrý

1 dl rúsínur

2 soðin egg, söxuð smátt

2 dl soðið bygg

2 dl soðið hirsi (eða kínóa)

1 ds kjúklingabaunir

1 dl rifinn ostur

1 dl fetaostur, saxaður

1/2 ds kókosmjólk

cayannepipar

salt og pipar

4-5 rauðar paprikur

Sjóðið bygg og hirsi/kínóa í sitthvorum pottinum samkvæmt leiðbeiningum.

Saxið lauk og steikið í olíunum í sæmilega stórum potti, bætið við hvítlauk, basil, timían og  karrýi – steikið við lágan hita í stutta stund.

Bætið við eggjum, byggi, hirsi, kjúklingabaunum, osti, kókosmjólk, salti og pipar.

Látið sjóða í stutta stund.

Skerið paprikurnar í helming og fræhreinsið. Fyllið þær og bakið í um 45 mín á 150°

Svo má líka setja nokkrar ólífur saman við

.

DÓRA EMILS — LISTAHÁSKÓLINNPAPRIKURKJÚKLINGABAUNIR

FYLLTAR PAPRIKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítruskaka Diddúar

Söngdrottningin Diddú bauð í sunnudagskaffi. Við hjóluðum á óðal þeirra hjóna í Mosfellsdalnum. Diddú hefur, að því er virðist, lítið fyrir matseldinni en galdrar fram veislurétti eins og ekkert sé. Þessi sítruskaka er næstum því óbærilega góð og ég hvet ykkur til að baka hana við fyrsta tækifæri - og ef það er ekkert tækifæri þá búið þið til tækifæri. Polenta er kornmjöl, unnið úr maís.