Auglýsing
Beikon- og ostafylltar döðlur beikon ostur fylling
Beikon- og ostafylltar döðlur

Beikon- og ostafylltar döðlur. Margir eru að leita að nýjum smáréttum í veislur, t.d. koktelboð já eða fermingarveislur. Það er upplagt að útbúa döðlurnar daginn áður og láta þær standa með filmu yfir í ísskáp yfir nótt. Best er að nota döðlurnar sem fást í kössunum, þær eru passlega mjúkar. Það er gott að rista þær eftir endilöngu inn að miðju, taka steininn úr, fylla þær með ostamaukinu og þrýsta hliðunum létt saman (án þess að loka sárinu).

Dominique Eva halldóra Gréta Kristín Ómarsdóttir dominique gyða sigrúnardóttir
Dominique, Eva Halldóra og Gréta Kristín

Beikon- og ostafylltar döðlur

1 askja Philadelphia smurostur með hvítlauk (200g)

1 tsk Dijon sinnep

1 lítið hvítlauksrif, saxað smátt

2 msk þurrkaðir beikonbitar

2 msk smátt saxaður blaðlaukur

svartur pipar

18-20 döðlur.

Blandið saman osti, sinnepi, hvítlauk, beikonbitum, blaðlauk og pipar. Steinhreinsið döðlurnar og fyllið með ostamaukinu með teskeið. Þjappið laust saman án þess að loka sárinu. Og þegar hingað er komið er tvennt í stöðunni, annað hvort bera döðlurnar fram eða hita þær í ofni í nokkrar mín.

Auglýsing