Gulrótamauk Diddúar

Gulrótamauk tahini gulrætur diddú sigrún hjálmtýsdóttir
Gulrótamauk Diddúar

Gulrótamauk. Diddú kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að veislum og það er afar auðvelt að fá á henni matarást. Í kaffiboði sópransöngkonunnar voru tertur og fleira góðgæti – meðal annars þetta bragðgóða og litfagra gulrótamauk, Stundum bregðum við undir okkur hjólfákunum og hjólum í Mosfellsdalinn. Þegar þangað er komið er maður orðinn banhungraður og getur hámað í sig með góðri samvisku…

— DIDDÚ — GULRÆTUR

Gulrótamauk

10 meðalstórar gulrætur

2 msk ólífuolía

3 hvítlauksrif (pressuð)

Væn lúka af rifinni engiferrót

2 tsk túrmerik

2 tsk broddkúmen

2 tsk kanill

4 msk sítrónusafi

1 dl tahini

1 dl grísk jógúrt

Lófafylli saxaður kóríander

Skerið gulrætur í bita og sjóðið, þar til þær verða mjúkar.
Setjið olíu á pönnu og hvítlaukur, engiferið, kanillinn, kúrkúma, broddkúmen látið krauma létt þar til ilmar vel.
Þá er sítrónusafanum og gulrótum bætt útá og blandað vel saman.
Látið kólna ögn, þá er tahini og yogúrtinni bætt saman við og allt maukað í blandara

Rétt áður en borið er fram er smásöxuðum kóriander bætt útí.
Mjög gott með t.d. nanbrauði eða sem meðlæti með grilluðu kjöti.

Diddú albert Vala matt Duna Guðný Edda Björgvins

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði – einn sá allra besti

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði. „Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó.

Drífið ykkur til Siglufjarðar og njótið þess að borða marokkóskan mat – þið sjáið ekki eftir því.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Blinis með kavíarþrennu

Blinis eru litlar pönnukökur (eða lummur), oft bornar fram með lauk og kavíar eða sýrðum rjóma og reyktum laxi. En fjölmargt annað má setja á blinis. Í glæsilegri veislu var boðið upp á blinis með sýrðum rjóma og bleikju-, loðnu- og grásleppuhrognum. Með þessu dreypti fólk á hvítvíni.

Chiagrautur með mangósósu

Chiagrautur

Chiagrautur með mangósósu. Sumir eru með endalausar afsakanir og fresta því þannig að taka á mataræðinu og borða hollari fæðu. Chiagrautur er sáraeinfaldur, ætli hann sé ekki til í u.þ.b. óteljandi útgáfum - ekkert vesen og lítil fyrirhöfn.