Gulrótamauk Diddúar

Gulrótamauk tahini gulrætur diddú sigrún hjálmtýsdóttir
Gulrótamauk Diddúar

Gulrótamauk. Diddú kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að veislum og það er afar auðvelt að fá á henni matarást. Í kaffiboði sópransöngkonunnar voru tertur og fleira góðgæti – meðal annars þetta bragðgóða og litfagra gulrótamauk, Stundum bregðum við undir okkur hjólfákunum og hjólum í Mosfellsdalinn. Þegar þangað er komið er maður orðinn banhungraður og getur hámað í sig með góðri samvisku…

— DIDDÚ — GULRÆTUR

Gulrótamauk

10 meðalstórar gulrætur

2 msk ólífuolía

3 hvítlauksrif (pressuð)

Væn lúka af rifinni engiferrót

2 tsk túrmerik

2 tsk broddkúmen

2 tsk kanill

4 msk sítrónusafi

1 dl tahini

1 dl grísk jógúrt

Lófafylli saxaður kóríander

Skerið gulrætur í bita og sjóðið, þar til þær verða mjúkar.
Setjið olíu á pönnu og hvítlaukur, engiferið, kanillinn, kúrkúma, broddkúmen látið krauma létt þar til ilmar vel.
Þá er sítrónusafanum og gulrótum bætt útá og blandað vel saman.
Látið kólna ögn, þá er tahini og yogúrtinni bætt saman við og allt maukað í blandara

Rétt áður en borið er fram er smásöxuðum kóriander bætt útí.
Mjög gott með t.d. nanbrauði eða sem meðlæti með grilluðu kjöti.

Diddú albert Vala matt Duna Guðný Edda Björgvins

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.