Gulrótamauk Diddúar

Gulrótamauk tahini gulrætur diddú sigrún hjálmtýsdóttir
Gulrótamauk Diddúar

Gulrótamauk. Diddú kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að veislum og það er afar auðvelt að fá á henni matarást. Í kaffiboði sópransöngkonunnar voru tertur og fleira góðgæti – meðal annars þetta bragðgóða og litfagra gulrótamauk, Stundum bregðum við undir okkur hjólfákunum og hjólum í Mosfellsdalinn. Þegar þangað er komið er maður orðinn banhungraður og getur hámað í sig með góðri samvisku…

— DIDDÚ — GULRÆTUR

Gulrótamauk

10 meðalstórar gulrætur

2 msk ólífuolía

3 hvítlauksrif (pressuð)

Væn lúka af rifinni engiferrót

2 tsk túrmerik

2 tsk broddkúmen

2 tsk kanill

4 msk sítrónusafi

1 dl tahini

1 dl grísk jógúrt

Lófafylli saxaður kóríander

Skerið gulrætur í bita og sjóðið, þar til þær verða mjúkar.
Setjið olíu á pönnu og hvítlaukur, engiferið, kanillinn, kúrkúma, broddkúmen látið krauma létt þar til ilmar vel.
Þá er sítrónusafanum og gulrótum bætt útá og blandað vel saman.
Látið kólna ögn, þá er tahini og yogúrtinni bætt saman við og allt maukað í blandara

Rétt áður en borið er fram er smásöxuðum kóriander bætt útí.
Mjög gott með t.d. nanbrauði eða sem meðlæti með grilluðu kjöti.

Diddú albert Vala matt Duna Guðný Edda Björgvins

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kryddbrauð – Pain d’epices

Kryddbrauð

Kryddbrauð - Pain d'epices. Hunangskryddbrauð eru hreinasta dásemd. Sjálfur set ég oftast heldur meira af kryddum en gefið er upp, ætli ég mundi ekki setja um hálfa teskeið af hverju kryddi. Nótabene, ég bakaði ekki brauðið, þóra kom með það með föstudagskaffinu í vinnunni.

Kaffihúsið Pallett í Hafnarfirði

Pallett - Albert og Pálmar Pallett

Það er reglulega heimilislegt að fara á Pallett, til þeirra Davids og Pálmars. David kemur með sín ensku áhrif (bestu Scones á Íslandi) og er Pálmar margfaldur Íslandsmeistari kaffibarþjóna. Hér er allt heimalagð frá grunni, eins og í öllum góðum eldhúsum.

Lax undir krydduðu grænmeti

Lax

Lax undir krydduðu grænmeti. Sítrónur eru góðar í flestum mat, tja ef ekki bara öllum. Í raun má nota það grænmeti sem er til í þennan rétt. Þó grænmetið skipti máli skiptir kryddið í raun meira máli hér eins og annarsstaðar. Lax er feitur og góður fiskur og í miklu uppáhaldi ásamt öðrum feitum fiskum.