Gulrótamauk Diddúar

Gulrótamauk tahini gulrætur diddú sigrún hjálmtýsdóttir
Gulrótamauk Diddúar

Gulrótamauk. Diddú kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að veislum og það er afar auðvelt að fá á henni matarást. Í kaffiboði sópransöngkonunnar voru tertur og fleira góðgæti – meðal annars þetta bragðgóða og litfagra gulrótamauk, Stundum bregðum við undir okkur hjólfákunum og hjólum í Mosfellsdalinn. Þegar þangað er komið er maður orðinn banhungraður og getur hámað í sig með góðri samvisku…

— DIDDÚ — GULRÆTUR

Gulrótamauk

10 meðalstórar gulrætur

2 msk ólífuolía

3 hvítlauksrif (pressuð)

Væn lúka af rifinni engiferrót

2 tsk túrmerik

2 tsk broddkúmen

2 tsk kanill

4 msk sítrónusafi

1 dl tahini

1 dl grísk jógúrt

Lófafylli saxaður kóríander

Skerið gulrætur í bita og sjóðið, þar til þær verða mjúkar.
Setjið olíu á pönnu og hvítlaukur, engiferið, kanillinn, kúrkúma, broddkúmen látið krauma létt þar til ilmar vel.
Þá er sítrónusafanum og gulrótum bætt útá og blandað vel saman.
Látið kólna ögn, þá er tahini og yogúrtinni bætt saman við og allt maukað í blandara

Rétt áður en borið er fram er smásöxuðum kóriander bætt útí.
Mjög gott með t.d. nanbrauði eða sem meðlæti með grilluðu kjöti.

Diddú albert Vala matt Duna Guðný Edda Björgvins

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostalausa vikan – Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs

https://www.youtube.com/watch?v=cq4rX7J_r5YOstalausa vikan - Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs. Verkefni vikunnar, fyrir utan að halda áfram með matardagbókina, var að taka út allan ost í heila viku. Í fyrsta viðtalinu okkar fattaði Beta mjög fljótt að ég er sjúklega mikill ostakarl.

Smellið á: LESA MEIRA til að sjá myndbandið

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum. Lax er feitur, hollur og góður. Í staðinn fyrir að baka laxinn í ofni má setja hann á grillið. Það er vel þess virði að útbúa mangó chutney, það er mun bragðmeira en það sem fæst í búðum.